Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 12
2 TIMARIT MALS OG MENNINCAR á, og finnst mér okkur t. d. skylt að gefa út úrval úr verkum Jónasar Hall- grímssonar, og einmitt á næsta ári í minningu hundrað ára dánarafmælis skáldsins. Með útgáfu Arjs Islendinga fékk Mál og menning að ieysa af liendi enn glæsilegra hlutverk en við, sem stofnuðum félagið, gátum þá gert okkur grein fyrir, þó að við værum að leita að útgáfu í svipaða átt. Þar var um verk að ræða, sem hver maður sá, að átti brýnasta erindi til allrar þjóðarinnar og var einstakt menningariegt stórvirki, sem Mál og menning hlaut að vera metnaður að eiga hlut að, og kom eins vel og ákosið varð heim við tilgang og stefnu félagsins. Annað verkefni, að nokkru leyti hliðstætt, útgáfa mannkynssögu, hefur Mál og menning tekið að sér. Við hlutum að telja mannkynssögu, ritaða alþýðlega, allítarlega og með nýjum hætti, eitt af þeim verkum, sem væru sjálfkjörin til útgáfu hjá Máli og menningu. Það var rit til þess sniðið að gefa heildarmynd og víða útsýn, einmitt rit, er íslenzka alþýðu vantaði tilfinnanlega. Með Arfi Islendinga og Mannkynssögu félagsins erum við einmitt að framkvæma eitt meginstefnuskráratriði Málsogmenningar: að veita almenna alþýðlega fræðslu og menningarþroska. En eitt af því, sem Mál og menning hefði sízt viljað vanrækja, er að gefa félagsmönnum skilning á sjálfri þróunarstefnu nútíina menningar í vísindum, listum og félagsmálum. Á þessu sviði hefur þó félagið alltof litlu áorkað. Með Tímaritinu, einum veigamesta þættinmn í útgáfustarfi Máls og menningar, hefur að vísu verið reynt að efla til vaxtar hið bezta, sem sprettur í menningu þjóðarinnar, og fylgjast með því, sem til framfara horfir í stefnu nútímans, en sú menningarleiðsögn og fræðsla, sem Tímaritið getur veitt, er af skornum skammti og alltof inikið í molum. Ejnisheimurinn, er við gáfum út á öðru ári félagsins, var hugsaður sem upphaf að samfelldri útgáfu bóka um vísindaleg efni, og næsta bók átti að verða um þróunarsögu mannsins. En bæði önnur aðkallandi verkefni, samdráltur útgáfunnar vegna dýrtíðar, og ekki sízt erfið- leikar á því að fá bækur um þessi efni frumsamdar á íslenzku, hefur valdið því, að ekkert framhald hefur hingað til orðið á þessu nauðsynjaverki, sem Mál og menning taldi sér strax í upphafi skylt að leysa af hendi. Ég drap á, hve vandfundnar væru bækur, er segja mætli um, að væru eins og sjálfkjörnar til útgáfu í svona félagi, sem hefur ákveðið menningarlegt tak- mark, en lætur ekki stjórnast af tilviljunum eða duttlúngum né er á hnotskóm eftir vinsældum með hverri bók. En jafn vandfundnar sem slíkar bækur eru, koma þær þó einstaka sinnum upp í hendur, og þær eru líka því meiri fengur, er þær berast manni. Og þá er eins og jafnframt allt til vinnandi og veruleg gleði að gefa öðrum kost á að njóta þeirra. Ég gleymi því ekki, hve ég var hamingjusamur, og við allir í stjórn Máls og menningar, þegar Sigurður Nor- dal svaraði beiðni okkar játandi urn útgáfu á Arfi íslendinga. Og ég hef í þetta sinn einmitt þau tíðindi að flytja, að okkur hefur borizt í hendur bók, sem við teljum sjálfkjörna til útgáfu á íslenzku og eiga einstakt erindi iil hvers
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.