Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 13
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
3
félagsmanns í Máli og menningu. Við höfðum ekki fyrr kynnt okkur hana en
við sögðum einum rómi: Þetta rit verður Mál og menning að gefa út.
Hver er þessi hók?
Hún heitir á ensku A Treasury oj Science (orðrétt þýtt Fjársjóður vísinda),
en titillinn Undur veraldar svarar bezt til efnis og anda bókarinnar og fer bet-
ur á íslenzku. Þetta rit, sem er yfir 1000 síður í Skírnisbroti, gefur einstak-
lega ljósa og töfrandi mynd af starfi hinna frægustu vísindamanna og þeim
sannkölluðum undrum veraldar, sem vísindin ljúka upp á fjölmörgum svið-
um. Bókin er saman tekin af forseta vísinda- og lista-akademísins í Banda-
ríkjunum, Harlow Shapley, prófessor
við Harvardháskóla, og nefnd vísinda-
manna með honum. Og hún er saman
tekin með þeim hætti, að fyrst gerðu
þeir sér hugmynd og áætlun um verk-
ið, unnu síðan að því á annað ár að
fara yfir þúsundir rita og ritgerða
vísindalegs efnis, og að þeirri yfirferð
lokinni vörðu þeir mánuðum til að
velja úr efninu og setja saman úr því
það verk, sem þeir höfðu gert sér á-
ætlun um. Bókin er því að einu leyti
úrval hins bezta, sem ritað hefur ver-
ið í vísindum. Akaflega strangt tillit
hefur verið tekið Ijósrar og skemmti-
legrar framsetningar, því að ritstjór-
arnir settu sér að gera hana auðlæsi-
lega hverjum leikmanni. Að öðru
leyti er bókin alhliða mynd nútíma vísinda og ennfremur þróunarsaga þeirra.
Ef til vill gerir bókina ekkert jafn hrífandi sem það', að við finnum þar alls
staðar nálægan anda og persónuleika vísindamannanna sjálfra, því að þeir
eru sem víðast í bókinni látnir sjálfir flytja mál sitt, gefa lýsingu á starfi sínu
og uppfinningum. Þarna eru greinar og kaflar úr ritum eftir heimskunna vís-
indamenn, sem margir eru jafnframt stærstu persónuleikar mannkynssögunn-
ar: Kopernikus, Galilei, Newton, Darwin, Pavloff, Einstein, Pasteur, Thomas
og Julian Huxley, Haldane o. fl. o. fl. Okkur þykir gaman að sjá Vilhjálm
Stefánsson í hópi þessara ntanna. Við kynnumst með andblænum í orðum
þessara vísindamanna hinni ástríðuíullu leit mannsandans eftir þekkingu og
ráðningu á gátum tilverunnar, ráðningum á undrum veraldar, sem verða
reyndar því óumræðilegri, sem þekking mannsins nær lengra, eins og svo fall-
ega er lýst í einum kafla bókarinnar, sem Agúst H. Bjarnason prófessor hefur
þýtt og birtur er hér á eftir. Við lesum í þessari bók það, sem vísindamenn-
irnir hafa sjálfir að segja um þau efni, er þeir þekkja bezt, um jurtir og dýr,
um menn og himintungl, um veðrið, landskjálfta, aldur og framtíð jarðar,
Harlow Shapley