Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 15
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
5
ingu kleift að vinna það afrek á þessum dýrtíðarinnár árum að gefa út jafn
mikla bók fyrir svo lágt verS, og eignast um leiS sjálfur jafn göfgandi og dýr-
mætt verk?
Akvörðun um að gefa út Undur veraldar hefur þegar veriS tekin. ÞaS er
byrjaS aS þýða verkiS á íslenzku. Meðal þeirra, sem að því vinna, eru Agúst
H. Bjarnason, Pálmi Hannesson, Björn Franzson, Guðmundur Kjartansson,
Símon Jóh. Ágústsson.
ViS skorum á umboSsmenn Máls og menningar og félagsmenn alla aS bregð-
ast nú fljótt og vel viS, og stuðla sem bezt að því, að við getum komið þess-
ari bók út sem vandaðastri og ódýrastri til sem allra flestra í félagi okkar.
Við treystum áhuga ykkar og skilningi.
Á páskadag 1944
Kr. E. A.
Nú vantar þjóðsönginn
I raun réttri höfum við Islendingar ekki átt þjóðsöng í líkingu við aðrar
þjóðir síðan við lögðum niður Eldgömlu ísafold, sem ekki var vonum seinna,
því þó kvæðið sé gætt einfaldleika þjóðsöngs er það heldur klaufalegur skáld-
skapur, -— mögum þín muntu kær, og gumar girnast mær, Hafnar úr gufu
hér o. s. frv.; auk þess tilheyrði lagið enska þjóðsöngnum. Á seinni árum
hefur verið upp tekinn í þjóðsöngs stað lofsöngurinn frá þjóðhátíðinni 1874,
O, guð vors lands. Þessi söngur stingur mjög í stúf við aðra þjóðsöngva,
hefur engin einkenni eða eiginleika þjóðsöngs, enda aldrei til þeirra nota
ætlaður. Kvæðið er ort til guðs, það er hátíðlegt bænarandvarp, í senn ljóð-
rænt og heimspekilegt, þó fjarri því að vera trúarlegt í hinni kristilegu merk-
ingu þess orðs, og getur því ekki talizt til sálma, heldur síðprótestantiskur,
ókirkjulegur hymnus undir rómantískum áhrifum. Kvæðið svaraði með prýði
tilgangi sínum sem hátíðalofsöngur 1874. Vegna hinnar hástilltu andaktar, á
kvæðið ekki við á veraldlegum samkomum né skemmtunum, menn fyrirverða
sig fyrir að syngja það glaðir á góðri stund. I kvæðinu er lögð mikil áherzla
á hve þjóðin sé lítilfjörleg gagnvart guði sínum, hin dulræna upphafning
sjálfsniðurlægingarinnar kunn dýrlingum og sjáendum lýsir upp kvæðið, en
hversu merkilegt sem sjónarmið þelta er, mun þó sönnu nær, og líkara skiln-
ingi nútímans, að þjóð sé yfirleitt nákvæmlega jafnstór og guð hennar eða
guðir. Djarfari þjóð og nálægari guð ætti betur heima í þjóðsöng. En þótt
kvæði þetta fullnægi skáldlegum mönnum, helgum mönnum og sjáendum,
og kalli frarn tilætluð áhrif á stórhátíðum, þá eru þó guði sé lof ekki allir
dýrlingar, að minnsta kosti ekki alltaf, og sem betur fer er ekki alltaf hátíð.
Það er þess vegna í senn óháttvíst og smekklaust, og votlar fullkoininn van-
skilning á þessu kvæði, en þó einkum skort á öllu sálfræðilegu skynbragði,
að halda uppi miskunnarlausri útþrælkun þess í Ríkisútvarpinu á hverju kvöldi