Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 19
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 9 sjái eftir þeim peningum, sem fara í að Koma einhverju lagi á þetta ferlega stykki. Ollu er óhætt meðan sú hugmynd Hriflujónasar verður ekki fram- kvæmd, að kaupa upp fasteignir á stóru svæði og gera torg upp á móti brekku fyrir tuttugu milljónir króna framan við hið alóhæfa stæði „þjóðleikhússins“. Það er í sjálfu sér ekki verra að fleygja fimm milljónum króna í misheppnað þjóðleikhús en í mæðuveikisrollugirðingar upp um fjöll. Peningar eru ekki gull nú á tímum. Um hitt efast enginn, að peningum má eyða á misjafnlega þarflegan og smekklegan hátt. H. K. L. HéraSabækur og íslandsbók Það er gaman að blaða í bókum þeim ýmsum, sem nú hafa verið út gefnar um sýslur og héruð, nokkrar þeirra liggja hér fyrir framan mig: Saga Borgar- fjarðar í tveim bindum, Barðstrendingabók, Hornstrendingabók og Ideim að Hólum; hin síðast talda geymir þó aðeins sögulegan fróðleik fornan varðandi Skagafjörð. An efa hafa bækurnar allar til síns ágætis nokkuð, þótt bersýni- lega hafi enn ekki fundizt viðhlítandi form, er svari til fulls kröfum, sem gera verður til slíkra bóka. Endurminningar Kristleifs á Kroppi eru mér ævinlega hugþekkur lestur, en einhvern veginn finnst mér þær séu ekki „saga Borgarfjarðar", heldur ættu hetur lieima í ævisögu gamla mannsins. Titillinn einn fyrir sig, „saga“ Borgarfjarðar, er líka af ýmsum ástæðum villaiídi. Um sögu einstakra sýslna eða héraða, aðskilda þjóðarsögunni, getur naumast verið að ræða, vegna þess að sýslurnar hafa aldrei staðið sem sjálfstæðar einingar með þesskonar afmarkaðri baráttu og lífi, risi og línu, sem gerir sögu í réttri merkingu orðsins. Persónusögu ýmsra héraða má semja, en slíkt er ekki saga héraðsins og hefur gildi aðeins sem safn til íslenzkrar persónusögu. Þar fyrir utan má safna allskonar fróðleik um héruðin, en slíkt verður ekki „saga“ heldur. Þetta hafa þeir fundið, sem liéraðsrit sömdu eftir að saga Borgarfjarð- ar kom, og tekið þann kost að nefna rit sín „bók“ héraðanna, Barðstrendinga- bók, Hornstrendingabók. Sumt í bókum þessum er skrifað af liprum rithöf- undum og verður skemmtilegur lestur þessvegna: greinar um sérstök efni, vinnulýsingar, ferðalýsingar, hrakningasögur. Obbinn er jió venjulega alls- konar samtíningur af fróðleikstagi, sem fæstir kæra sig um að taka í stórum skömmtum, en getur verið gott að grípa til, ef leitað er heimilda um héraðið. En því miður eru bækurnar ekki svo aðgengilegar handbækur um héruðin, að þær mundu t. d. koma ferðamanni eða ókunnugum að fullu gagni; og hefðu höfundar þessara hóka vel mátt hafa Bedeker til fyririnyndar við samn- ingu þeirra, því hann er með allra þörfustu og ágætustu bókum, ómissandi hvar í heiminum sem er, ef maður kemur í nýjan stað. Ritin koma að tak- mörkuðum notum sem handbækur um héruðin sakir þess hve fróðleikurinn sem þær flytja er sundurlaus, gloppóttur og tilviljunarkenndur, eða þá lítt niðurskipaður og óhaganlega, hinsvegar ofmikið af orðaflúnki og spekúler-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.