Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 20
10 TÍMARIT MALS OG MENNINGAR ingum, rakningu allskonar sjálfsagðra hluta og almennra efna, sem auðvelt er að afla sér betri fræðslu um annars staðar. Nauðsynlegar upplýsingar vantar, en hégómlegir hlutir eru margteknir fram. Eg leita í Barðstrendinga- bók að fræðslu um þrjá stórmerka menn, sem lifðu og störfuðu í þessari sýslu, en þeirra er hvergi getið. I sögu Borgarfjarðar rekst ég á tvítekna frá- sögn af kvíahellunni á Húsafelli og hve þung hún sé; á seinni staðnum er þess kyrfilega getið hvað mennirnir hétu, sem vógu stein þenna fyrir nokkr- um árum. Sannleikurinn er sá, að tilviljunarkenndur, illa kerfaður fróðleikur, bland- inn ljóðrænum ástarjátningum til átthaganna og huglægum vangaveltum, er ekki það sem almenning varðar um hin ýmsu héruð landsins, þótt að öðru leyti sé margt gott um bækur þessar, og lofsverður sá áhugi sem felst bak við þær. Okkur vantar hinsvegar aðgengileg uppsláttarrit um hvert hérað, alfræði hvers héraðs, samda eftir stafrófsröð um sent flest þau atriði, er héraðið snerta sérstaklega, einkum persónusögu og staðfræðileg efni. Slíkt rit þarf að geyma nöfn, upplýsingar og tilvísun unt uppruna sérhvers ntanns úr hérað- inu að fornu og nýju, sem nokkuð er hægt að vita unt; fróðleik um allar jarðir í héraðinu, sérhvert örnefni undantekningarlaust, og sögu þess ef til er; upp- lýsingar um drauga og forynjur í héraðinu og aðra þjóðtrú, sent liggur í landi; um vinnubrögð sem eru sérstök og einkennileg fyrir héraðið, svo sem gert er í hinni ágætu ritgerð Þorleifs Bjarnasonar um bjargsig í Hornstrendingabók; um orð og orðatiltæki, sem tengd eru þessum sérstöku vinnubrögðum, svo og afbrigði í máli, sérstakt orðaval eða framburður sem einkennir héraðið. Slík héraðsrit, gerð með hagkvæmri niðurskipun, laus við huglægar athugasemdir misgóðra höfunda um almenn efni, gætu í senn verið þarfar handbækur og skemmtilestur fyrir alla, sem einhvers meta áþreifanlegan, óþvoglaðan fróðleik. En hvort sem slíkur fróðleikur verður gefinn út í sérstökum héraðsbókum eða ekki í framtíðinni, þá er fræðasöfnun af þessu tagi þjóðnýtt starf, sem áhugamenn og opinberir aðiljar ættu að leggjast á eitt um að vinna á kom- andi árum, líta þó ekki á það sem takmark í sjálfu sér, heldur þátt í þvi verki sem nauðsyn ber til að unnið sé hér á landi, en það er sanming alfræði- rits um Island, Islandsbókar, orðabókar um öll íslenzk efni, þar sem tilkvæm- ar séu sem fullkomnastar upplýsingar í stuttn máli um hvaðeina er snertir land, þjóð og sögu. H. K. L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.