Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 24
14
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
og sona hans án dóms og laga, tár Arna Oddssonar frammi fyrir
dönskum b)rssustingjum í Kópavogi, sultargrátur og hungurdauði
þúsunda barna, kynslóð eftir kynslóð, meðan drottnararnir sigldu
árlega með auð og vistir til erlendra stranda, stunur konungsbænd-
anna undan svipuhöggum Bessastaðavaldsins, ætti, þótt ekkert væri
annað, að nægja oss til skilnings á bölvun ánauðarinnar og blessun
frelsisins. Vér dáumst heils hugar að frábæru þreki og seiglu fólks-
ins, sem skilaði kynstofninum sterkum, tungunni og bókmenntunum
auðguðum gegnum myrkur margra alda kúgunar.
En á engan hátt getum vér verðuglegar sýnt þessum langfeðgum
vorum samúð og fært þeim þakkir fyrir afrekin en með óskiptum
fögnuði allrar jrjóðarinnar yfir endurheimtu frelsi. Árni Oddsson
grét beiskum tárum niðurlæginguna í Kópavogi 1662. Hann grét
fyrir hönd allrar þjóðarinnar, fyrir hönd kynslóðanna. Hugsum
okkur fögnuð Árna, Brynjólfs Sveinssonar og annarra Kópavogs-
manna, ef þeir mættu líta upp úr gröfum sínum á stofndegi hins
endurheimta Iýðveldis. Og vissulega ber oss að fagna frelsinu 17.
júní í vor, eins og þeir myndu fagna, fagna fyrir hönd kynslóðanna.
Þeir sem sóttu þjóðhátíðina á Þingvöllum 1930 munu alla ævi
geyma bjartar minningar um hinn glæsilega mannfagnað á sögu-
staðnum forna. 17. júní í sumar verður án efa þinghald og mann-
safnaður á Þingvöllum mikilsverður liður í lýðveldishátíðinni. Til-
efnið er enn stórfenglegra en nokkurn tíma 1930 og skilyrðin á
marga lund betri. Nægir að henda á vegakerfið, fjölda og stærð
bifreiða og útvarpstæknina. Að sjálfsögðu verður skáldum og rit-
höfundum, listamönnum og öðrum menntamönnum ætlað veglegt
rúm á hátíð þessari og æsku landsins gefinn kostur á að kynnast í
leiftursýn því bezta og mikilfenglegasta, sem íslenzk þjóðmenning
hefur að bjóða að fornu og nýju.
En íslenzkri sjálfstæðisbaráttu er ekki lokið með stofnun lýð-
veldisins. Nær sanni er, ef til vill, að hún byrji þá fyrir alvöru. Eitt
hlutverk tímamótahátíðarinnar 17. júní í sumar ætti því að vera að
fylkja þjóðinni til heitstrenginga að halda sókninni áfram og slá
skjaldborg um fjöreggið dýra, frelsið, sjálfstæðið. Þessi frelsissókn,
sem á sér engin tímatakmörk, er í víðtækasta skilningi menningar-
barátta þjóðarinnar öll, en í þrengri merkingu utanríkisþjónustan,