Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 24
14 TIMARIT MALS OG MENNINGAR og sona hans án dóms og laga, tár Arna Oddssonar frammi fyrir dönskum b)rssustingjum í Kópavogi, sultargrátur og hungurdauði þúsunda barna, kynslóð eftir kynslóð, meðan drottnararnir sigldu árlega með auð og vistir til erlendra stranda, stunur konungsbænd- anna undan svipuhöggum Bessastaðavaldsins, ætti, þótt ekkert væri annað, að nægja oss til skilnings á bölvun ánauðarinnar og blessun frelsisins. Vér dáumst heils hugar að frábæru þreki og seiglu fólks- ins, sem skilaði kynstofninum sterkum, tungunni og bókmenntunum auðguðum gegnum myrkur margra alda kúgunar. En á engan hátt getum vér verðuglegar sýnt þessum langfeðgum vorum samúð og fært þeim þakkir fyrir afrekin en með óskiptum fögnuði allrar jrjóðarinnar yfir endurheimtu frelsi. Árni Oddsson grét beiskum tárum niðurlæginguna í Kópavogi 1662. Hann grét fyrir hönd allrar þjóðarinnar, fyrir hönd kynslóðanna. Hugsum okkur fögnuð Árna, Brynjólfs Sveinssonar og annarra Kópavogs- manna, ef þeir mættu líta upp úr gröfum sínum á stofndegi hins endurheimta Iýðveldis. Og vissulega ber oss að fagna frelsinu 17. júní í vor, eins og þeir myndu fagna, fagna fyrir hönd kynslóðanna. Þeir sem sóttu þjóðhátíðina á Þingvöllum 1930 munu alla ævi geyma bjartar minningar um hinn glæsilega mannfagnað á sögu- staðnum forna. 17. júní í sumar verður án efa þinghald og mann- safnaður á Þingvöllum mikilsverður liður í lýðveldishátíðinni. Til- efnið er enn stórfenglegra en nokkurn tíma 1930 og skilyrðin á marga lund betri. Nægir að henda á vegakerfið, fjölda og stærð bifreiða og útvarpstæknina. Að sjálfsögðu verður skáldum og rit- höfundum, listamönnum og öðrum menntamönnum ætlað veglegt rúm á hátíð þessari og æsku landsins gefinn kostur á að kynnast í leiftursýn því bezta og mikilfenglegasta, sem íslenzk þjóðmenning hefur að bjóða að fornu og nýju. En íslenzkri sjálfstæðisbaráttu er ekki lokið með stofnun lýð- veldisins. Nær sanni er, ef til vill, að hún byrji þá fyrir alvöru. Eitt hlutverk tímamótahátíðarinnar 17. júní í sumar ætti því að vera að fylkja þjóðinni til heitstrenginga að halda sókninni áfram og slá skjaldborg um fjöreggið dýra, frelsið, sjálfstæðið. Þessi frelsissókn, sem á sér engin tímatakmörk, er í víðtækasta skilningi menningar- barátta þjóðarinnar öll, en í þrengri merkingu utanríkisþjónustan,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.