Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 27
J. ARTHUR THOMSON og PATRICK GEDDES:
UNDUR VERALDAR
Arislóteles, sem var flestum skarpari í skýrri hugsun, segir oss,
að alstaðar í náttúrunni sé eitthvað undursamlegt, — þaumaston.
En hvers eðlis er þá þetta undursamlega? — Það myndi ekki ein-
ungis vera það, sem vér nefnum furðulegt, eins og sú staðreynd,
að ef vér gætum skeytt háræðar mannlegs likama, sem tengja enda
slagæðanna við upptök bláæðanna, saman í samfelldan þráð, þá
myndi hann ná yfir þvert Atlanzhaf. Okkur myndi standa á sama,
þótt hann næði ekki nema hálfa leið. Og ekki er hið undursamlega
aðeins það, sem er oss ráðgáta, eins og þegar oss furðar á þvi, að
máfarnir skuli geta svifið og hringsólað yfir skipunum án þess næst-
um að bæra vængina. Því að fjöldi þessara smærri gátna hefur
verið ráðinn svo að segja á hverju ári án þess að nokkuð dragi úr
undrum sjálfrar náttúrunnar. Og víst ættum vér ekki að viðhafa
þetta misnotaða orð „undursamlegur11 nema um þau þekkingarat-
riði, sem auka að verulegu leyti verðmæti þess heimskerfis, sem vér
húum í: hicf undursamlega gerir alla aðra liluti dýpri og verðmœt-
ari. Vísindin eru sífellt að dreifa þokunum, — og það eru hin minni
undur; en að síðustu skilja þau oss eftir undir heiðum himni, inn-
an háreistra fjalla, við djúpan sæ; en þetta eru hin meiri undur, er
koma í ljós og — haldast.
Sú feikna orka, sem í heiminum býr, virðist þegar gefa skynsam-
lega ástæðu til undrunar, orka sú, er snýr jörð vorri á göngu sinni
umhverfis sólu, er heldur öllu sólkerfi voru saman á leið þess um
himinrúmið, með tólf mílna hraða á sekúndu, að stað í geimnum,
sem er í nánd við hina björtu stjörnu Vegu og nefndur hefur verið
„stefnumið sólar“. Á hinu leitinu er orka hins fríska, litla ósýnilega
heims, sem falinn er innan vébanda frumeindanna; en hinum inni-
luktu öflum þeirra er lokið upp til þess að viðhalda geislamagni
vorrar eigin sólar og annarra sólstjarna. En mitt á milli þessara
tveggja öfga, þess óendanlega stóra og þess ómælanlega smáa, eru
2