Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
19
kennda umfrymis er frumukjarni (nucleus), sem hjá karlmanninum
hefur 47, en hjá kvenmanni 48 svonefnda litninga (chromosomes) í
sér fólgna; en hver þeirra myndar tvöfalda perluröS af svonefndum
litnisdeilum, en í þeim eru hinir svonefndu arfgjafar (genes), sem
eru undirstaða erfðanna.
A svipaðan hátt er því farið með sjálfar frumeindir efnanna.
Áttatíu og níu ólíkar tegundir frumefna eru fundnar af þeim 92,
sem gert er ráð fyrir að til séu, og vér vitum nú, að þau eru aðeins
hvert öðru frábrugðin í þeim fjölda frádrægra rafeinda (nega-
tivra elektrona), er í misvíðum baugum fljúga um hinn pósitivt
hlaðna kjarna (proton), svo að líta má á hverja frumeind sem of-
urlítið, ósýnilegt sólkerfi. En hvílík snilld er ekki í því fólgin að
vefa hin marglitu klæði veraldar og alla þá hluti, sem í henni eru,
úr þessum viðlægu og frádrægu rafeindum, auk sjálfrar sálarinnar,
sem höfð er til þess að skyggnast inn í vefinn til þess að uppgötva
gerð hans og starf.
Fjórða tilefnið til skynsamlegrar undrunar er skipulagning nátt-
úrunnar, sem er hér um bil það sama og að segja, að hún geti orðið
manni skiljanleg. Hversu mikið er ekki fólgið í þeirri staðreynd, að
menn skuli hafa reynzt færir um að skapa sér náttúruvísindi! Hafi
stjörnufræðingur náð 3 góðum athugunum af halastjörnu, getur
hann sagt fyrir um endurkomu hennar svo að varla skeiki um nótt,
þótt ár og aldir líði. Það er því enginn ímyndaður heimur, sem vér
lifum í, heldur nákvæmlega skipulagt heimskerfi. Því meir sertl vís-
indunum fer fram, því minna ber á tilviljuninni einni saman og því
fleira má segja fyrir. Tveir stjörnufræðingar sögðu fund stjörn-
unnar Neptúnus fyrir. Efnafræðingar hafa sagt fyrir fund nýrra
frumefna. og líffræðingurinn getur ekki einungis talið, heldur og
búið til myndir af kjúklingum þeim, sem enn er óklakið út. Skipu-
lag náttúrunnar er vissara en allt annað, og eðlisfræðingar nútím-
ans segja, að það geti ekki verið sprottið af tómri tilviljun. Það
er því tími til kominn að jarða orðið „tilviljun“. Jafnvel frumþok-
an var ekki neitt af því tægi. — Vissulega hafa mennirnir þjáðst
af allskonar sjúkdómum og slysförum, óáran elds og ísa o. s. frv.;
— engum dettur í hug að neita skuggahliðunum. En jafnvel þessar
truflanir eru ekki af handahófi. Og svo að ég vitni í orð frægs