Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 32
SVERRIR KRISTJÁNSSON : Styrjöld og stefnumið Fáar styrjaldir 19. aldar munu hafa verið ríkari að glappaskot- um og afglöpum en Krímstríðið 1853—1856. Þá gerðist sá atburð- ur, að fámenn brezk hersveit var send fram á vígvöllinn, en fyrir mistök og klaufadóm herstjórnarinnar, beindu Bretar sjálfir skot- hríðinni að hersveitinni. Hún sótti þó fram engu að síður, eins og lagt hafði verið fyrir hana, og stráféll. Það var ekki laust við, að mönnum brygði nokkuð við heima á Englandi, er þeir spurðu þessi tíðindi. Hin brezka þjóð kaupmanna og iðjuhölda var orðin óvön vopnaburði. Menn græddu fé að kristn- um hætti um veröld alla, en ornuðu sér heima við arineld og Ijúf- ar blekkingar Viktoríutímabilsins. En þessi átakanlegi atburður varð Tennyson, hinu vinsæla hirðskáldi Englands, að yrkisefni, og hann orti hið fræga kvæði sitt: Tlie Charge of tlie Light Brigade. Ljóð hans var brátt kveðið um allt England, og viðlagið hefur alla stund síðan verið sungið inn í brjóst hvers skólapilts á Bretlandi: Their’s not to reason why, Theirs hut to do and die! Þannig ortu lárviðarskáld þeirra thna um hinar nafnlausu hetj- ur samtíðarinnar. Að gera skyldu sína, deyja, án íhugunar, án spurnar, það var æðsta inntak borgaralegra dyggða á vígvellinum. Síðan hefur mikið blóð runnið í móðu sögunnar, blóð Breta og Frakka, blóð Rússa og Þjóðverja, blóð allra kynkvísla jarðarinnar. Síðan þetta var hafa ótaldar hetjudáðir verið drýgðar á þeim blóð- velli, sem kenndur er við sæmdina. 1 höfuðborgum allra landa vnr ókunna hermanninum reist leghöll úr marmara. Þegar háttsettir stjórnmálamenn fóru í heimsókn til nágrannaríkjanna, var það þeirra fyrsta verk að leggja sveig á gröf ókunna hermannsins. Þá, og ekki fyrr, var með góðri samvizku hægt að semja um undirbún- ing næstu styrjaldar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.