Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 35
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
25
er undir því kominn, hvort múgurinn sé búinn slíkum þroska og
skipulagsstyrk, að hann fái sveigt valdhafana til hlýðni undir stétt-
arvilja sinn og sögulega hagsmuni, eða brotið þá á bak aftur að
öðrum kosti. Reynsla 19. aldar sýndi, að alþýðunni varð afls vant,
er hún freistaði að ná forræði í þjóðfrelsishreyfingunni. Hið
gamla skipulagsbundna ríkisvald yfirstéttanna hélt um tauminn, en
alþýðan dró hlassið. Þegar leið að lokum 19. aldar voru þjóðfrelsis-
hreyfingar álfunnar æ meira blandnar framandi áhrifum stórvelda-
hagsmuna. Styrjaldirnar, sem háðar voru, gerðust flestar á útjöðr-
um hins borgaralega heims, og oftast voru herfarirnar farnar til
ráns og fanga. En áður en varði var gjörningaveðrið skollið á yfir
höfðum manna á miðju sviði borgaralegrar menningar. Heims-
styrjöldin fyrri var upphaf þeirrar heimskreppu, sem enn hefur ekki
linað á takinu. En hún var einnig upphaf heimsbyltingar, efna-
hagslegra og félagslegra umskipta, sem verða áþreifanlegri og um-
svifameiri með hverju ári sem líður.
2
I aprílmánuði 1856 flutti dökkleitur, lágvaxinn maður ræðu á
verkamannafundi í Lundúnum. Þetta var þýzkur útlagi og kommún-
isti, fáum kunnur og átti sjaldnast til næsta máls. Hann ól aldur
sinn í auðugustu borg veraldarinnar, og um þetta leyti virtist ekk-
ert fjær sanni en að minnast á viðskiptakreppu, svo að maður ekki
tali um heimskreppu heils þjóðskipulags. En þessum útlaga fórust
svo orð:
„A vorum dögum virðist hver hlutur vera þungaður andstæðu
sinni. Vélarnar, sem gæddar eru þeim undramætti að geta stytt
vinnuna og gert hana ávaxtaríkari, skapa sultarvinnu og yfirvinnu.
Fyrir furðulega gjörninga örlaganna verða uppsprettulindir auð-
ævanna að uppsprettulindum örbirgðarinnar. Listin virðist ekki
geta unnið afrek sín nema með því að skerða hlut skapgerðarinnar.
I sama mund og maðurinn fær drottnað yfir náttúrunni virðist
maðurinn verða mannsins þræll og ambátt eigin hrakmennsku.
Jafnvel hið skíra ljós vísindanna virðist greinilega ekki geta logað
nema með fávizkuna að dökku baksviði. Allt hugvit vort og fram-
farir virðast ekki bera annan árangur en þann, að efniskennd öfl