Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 35
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 25 er undir því kominn, hvort múgurinn sé búinn slíkum þroska og skipulagsstyrk, að hann fái sveigt valdhafana til hlýðni undir stétt- arvilja sinn og sögulega hagsmuni, eða brotið þá á bak aftur að öðrum kosti. Reynsla 19. aldar sýndi, að alþýðunni varð afls vant, er hún freistaði að ná forræði í þjóðfrelsishreyfingunni. Hið gamla skipulagsbundna ríkisvald yfirstéttanna hélt um tauminn, en alþýðan dró hlassið. Þegar leið að lokum 19. aldar voru þjóðfrelsis- hreyfingar álfunnar æ meira blandnar framandi áhrifum stórvelda- hagsmuna. Styrjaldirnar, sem háðar voru, gerðust flestar á útjöðr- um hins borgaralega heims, og oftast voru herfarirnar farnar til ráns og fanga. En áður en varði var gjörningaveðrið skollið á yfir höfðum manna á miðju sviði borgaralegrar menningar. Heims- styrjöldin fyrri var upphaf þeirrar heimskreppu, sem enn hefur ekki linað á takinu. En hún var einnig upphaf heimsbyltingar, efna- hagslegra og félagslegra umskipta, sem verða áþreifanlegri og um- svifameiri með hverju ári sem líður. 2 I aprílmánuði 1856 flutti dökkleitur, lágvaxinn maður ræðu á verkamannafundi í Lundúnum. Þetta var þýzkur útlagi og kommún- isti, fáum kunnur og átti sjaldnast til næsta máls. Hann ól aldur sinn í auðugustu borg veraldarinnar, og um þetta leyti virtist ekk- ert fjær sanni en að minnast á viðskiptakreppu, svo að maður ekki tali um heimskreppu heils þjóðskipulags. En þessum útlaga fórust svo orð: „A vorum dögum virðist hver hlutur vera þungaður andstæðu sinni. Vélarnar, sem gæddar eru þeim undramætti að geta stytt vinnuna og gert hana ávaxtaríkari, skapa sultarvinnu og yfirvinnu. Fyrir furðulega gjörninga örlaganna verða uppsprettulindir auð- ævanna að uppsprettulindum örbirgðarinnar. Listin virðist ekki geta unnið afrek sín nema með því að skerða hlut skapgerðarinnar. I sama mund og maðurinn fær drottnað yfir náttúrunni virðist maðurinn verða mannsins þræll og ambátt eigin hrakmennsku. Jafnvel hið skíra ljós vísindanna virðist greinilega ekki geta logað nema með fávizkuna að dökku baksviði. Allt hugvit vort og fram- farir virðast ekki bera annan árangur en þann, að efniskennd öfl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.