Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 36
26 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verða gædd andlegu lííi, en líf mannsins óvirt og gert að heimsku efniskenndu afli. Þessi andstæða milli iSnaSar nútímans og vísinda annars vegar, og örbirgðar nútímans og hrörnunar hins vegar, þessi andstæða milli framleiðsluafla og þjóðfélagshátta vorra tíma er áþreifanleg, ómótmælanleg staðreynd.“ A þessa lund orðaði Karl Marx inntak þeirrar kreppu, sem lagðist að landi hins borgaralega þjóðfélags í hinni fyrri heims- styrjöld og hefur haldið því síðan í kuldagreipum sínum, án mildi og miskunnar. En því fór fjarri, að kynslóð sú, sem var vopnfær 1914 gerði sér nokkra grein fyrir þeim tímaskiptum, sem fóru í hönd. Hermennirnir, sem gengu blómum skrýddir í síðsumarssól til vígvallanna, hrópuðu til kvenna sinna, að þau mundu drekka skál sigursins um næstu jól. Og hinir reyndu gráskeggjuðu öldung- ar í stjórnardeildum og herráðum höfðu bókstaflega enga hugmynd um gang styrjaldarinnar, atvinnuleg og fjárhagsleg viðfangsefni hennar. Hernaðarsérfræðingarnir gerðu sér enga grein fyrir lilut- verki því, sem þessi styrjöld mundi leggja þeim á herðar. Og loks mátti telja þá menn á fingrum sér, sem skildu til hlítar eðli þess- arar styrjaldar, sögulegt inntak hennar og stöðu í þróuninni. Kyn- slóðin frá 1914 stóð jafn skilningslaus gagnvart þessum ægivið- burði aldar sinnar og frummaður Evrópu andspænis fimbulvetri ísaldarinnar. En á sama hátt og frummaðurinn óx að vizku og afli í baráttunni við ísinn og hretin, vitkuðust afkomendur hans í fjögra ára skot- grafavist heimsstyrjaldarinnar. Blekkingarnar og tálsýnirnar, sem hin friðsamlega þróun velmegunar og öryggis hafði alið á í vit- undarlífi mannanna í lok 19. aldar og upphafi hinnar 20., gengu veg alls hjóms. Veruleiki hins borgaralega þjóðfélags birtist nú mönnunum í allri sinni nekt. Þegar menn horfast í augu við dauð- ann í fjögur ár, varpar lífið af sér lörfum mælginnar, hinnar arf- helgu lygi kennslubókanna. Og því lengra sem leið á styrjöldina sannfærðust æ fleiri hermenn um það, að mannslífunum var í þess- ari styrjöld sóað til þess eins að leysa meginviðfangsefni auðvalds- skipulagsins: viðfangsefni gróðans. Fyrsti árangur þessa dýrkeypta skilnings var rússneska byltingin. í Rússlandi reis upp róttæk og lýðræðissinnuS alþýðuhreyfing, af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.