Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 31 geisa milli nazista og alþýðu manna. Hungursneyð og farsóttir munu tíiinda fólkið, nema víðtækar ráðstafanir verði gerðar til að afstýra skelfingum. En þegar búið er að seðja sárasta sultinn, þegar búið er að ráðstafa stríðsglæpamönnunum og fólkið hefur hefnt harma sinna, þá rísa upp hin gömlu vandamál um skipan Evrópu, um skipan alls heimsins. Það er í þessu efni, sem menn hafa geíið ímyndunarafli sínu lausan tauminn og búið til og sniðið heimsskipulög, hver eftir sinni getu. Ef litið er á þau stórveldi, sem sitja á bekk hinna sameinuðu þjóða, þá er ekki neinurn getum að því að leiða, að Ráðstjórnar- sambandið mun bera ægishjálm á meginlandi Evrópu. Þetta verða menn að sætta sig við, hvort sem þeirn þykir það Ijúft eða leitt. „Hvað munu Rússar gera?“ er spurning, sem maður heyrir í hvert skipti sem rætt er um friðinn. Og menn gera sér hinar furöulegustu hugmyndir um það, sem Rússar r.iuni gera. Allar slíkar bollalegg- ingar eru tilgangslausar. Eitt er víst, að Rússlrnd mun krefjast slíkrar skipanar í Evrópu, að álfan verði ekki á nýjan ieik vermi- reitur nazískra ævintýramanna né annarra, er geti gert sér bolsje- víkagrýluna að pólitísku lífsuppeldi og stofnað til alþjóölegs sam- særis gegn ríki sósíalismans. En það er ekki á valdi Ráðstjórnar- ríkjanna einna að koma á slíkri skipan. Menn ættu því frekar að spyrja: „Hvað munu þjóðir Evrópu gera?“ Munu þær sætta sig við hina sömu pólitísku og félagslegu skipan að ófriðarlokum og þær áttu við að búa fyrir stríð? Það þarf ekki annað en að setja spurninguna fram til þess að sjá, að hún er fásinna. í ríkjabelti því, sem myndað var eftir síðustu heimsstyrjöld ríkti stjórnarfar fasismans nálega alls staðar, allt frá Finnlandi til Balkanlanda, að báðum meðtöldum. Fasistar þessara landa hafa unnið sér svo til ó- helgi, að þeir verða dæmdir sem pólitískir glæpamenn. Óll þessi lönd telja rúmlega 100 milljónir íbúa, meirihlutinn örsnauðir, jarðnæðislausir bændur. 1 löndum þessum verður án efa róttæk bændabylting í bandalagi við lýðræðislegt stjórnarfar. Bændabylt- ingin í Austurevrópu og Balkanlöndum mun útrýma hinni herskáu yfirstétt þessara landa, og með nýrri landbúnaðartækni mundu þessi kostaríku lönd verða friðsælir bústaðir vinnandi fólks, í stað þess að þau hafa veriö til þessa illvígasti hluti álfunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.