Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 46
36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
inn. Þurfti svo sem enga bónleið aS fara, ónei, bara sjálfsagt. Þú ert
nítján ára núna, ef ég man rétt?
— Já, ég er nítján ára. ÞaS eru víst ein átta ár síSan viS sáumst
síSast.
— Já, karlinn hefur ekki veriS flakkari, ekki ræktarsamur meS
einsdæmum, Eiríkur í Bjólu hefur fengiS orS fyrir annaS en þaS.
Og móSurmyndinni þinni? LíSur bara vel, vænti ég?
— Já, líSur vel, segir hún og hlær og apar eftir föSur sínum.
— Og telpan ætlar aS fara SkarSsheiSarveg, bara þaS, framhjá
sjálfu Skessuhorni. Uggur er í henni, unganum, vænti ég?
— Nei, segir hún brosandi, enginn uggur.
— Þú ert svo sem ekki táplaus, ekki guggin ílits, þó ekki sértu
fríSari en föSurmyndin. En munt ekki vera vön viS göngur?
— Ekki vön viS göngur, segir hún sem fyrr.
— Hefur ekki fariS marga fjallvegina, rýjan. Ekki vænti ég
Dragann? Ekki vænti ég Kjölinn? HvaS er ég aS tala um fjarri
leiSir. Ég nefni þær ekki. En í Berjadal, svona til gamans?
— Já, segir hún, en ég hef aldrei fariS aS heiman fyrr.
Þau ganga þögul örlitla stund, og hún lítur karlinn hornauga.
Hann arkar viS hliS henni og púar í skeggiS. Von bráSar hefur
hann máls á nýjan leik:
— Og ætlar í kaupavinnu aS Brokey?
— Já, segir hún, mamma réS mig aS Brokey.
— ÞaS er ungur maSur í Brokey, blíSur í máli, en brekamenni.
Gættu þín vel í Brokey. TrúaS gæti ég, aS stundum næddi hrok um
þig, þó brok væri ekki á fjallanípum.
— HvaS áttu viS? spyr hún hlæjandi, ég skil þig ekki. En hvaS
þú ert spaugilegur.
— Spaugilegur, segir karl, þetta er leikur, orSaleikur. Ég hef
gaman af aS fást viS orS, glíma viS orS, segja orS.
— Þú ert svo spaugilegur, segir hún aftur og hlær.
— Spaugilegur? Menn hafa kallaS mig illmenni og þjóf, ref og
kvennamann. Þú segir ég sé spaugilegur. Spaugileg dóttir.
Hún hlær hátt. En karl verSur alvarlegur á svip.
— Gættu þín í Brokey, segir hann, sonurinn er lómslegur, en
leggSu aldrei trúnaS á orSin hans. Hann lætur enga konu í friSi.