Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 47
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
37
— Ég vil ekki fá að vera í friði, segir hún glettnislega.
— Þú ert barn, en ekki kona.
— í haust verð ég kona.
— Óskaðu ekki þess. Leggðu ekki á þig ok af fúsum vilja. Rýjan.
Hefur aldrei séð hann, vænti ég?
— Hann hvern?
— Soninn í Brokey?
— Nei.
Hún reynir að gera sig alvarlega á svipinn, segir svo: — Það er
eitt, sem ég ber kvíðboga fyrir. Skyldu vera blautar engjar í
Brokey?
— Já, það eru blautar engjar í Brokey.
— Það er verst, segir hún, ég kvíði svo fyrir blautum engjum.
Erum við nú komin á Skarðsheiðarveg?
— Bráðum, bráðum, segir karl, ekki vænti ég dótturmyndin sé
farin að lýjast?
— Nei, hrópar hún og stekkur út af götunni. — Sjáðu Máríötl-
una. Ég ætla að spyrja hana:
— Heil og sæl, María litla mín.
Hvar er hún Svala, systir þín?
> Er hún í útlöndum að spinna lín?
Það mun hún vera, hún Svala, systir þín.
Ég skal gefa þér berin blá,
ef þú vísar mér á,
hvar ég vera á,
í vor og í sumar,
í vetur og í haust.
— Flýgur ekki upp, segir karlinn.
— Þá hendi ég til hennar íleppnum mínum, segir hún og sezt á
þúfu.
SÍÐARI ÞATTUR
Það er heldur kaldranalegt veður, þegar hún heldur heim um
haustið. Lengi gengur hún ein og þögul. Hún er búin að setjast