Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 50
LOUIS ADAMIC : Elskendur í Slóveníu Höíundur þessarar frásögu, Louis Adamic, er amerískur rithöf- undur, slóvenskur að ætt, en búsettur vestra og kvæntur amer- ískri konu. Ilann hefur ritað fjölda bóka, bæði skáldsagna og bóka um ýmis önnur efni. Kafli sá, er hér birtist, er tekinn úr nýjustu bók hans, „Ættjörð mín“. Skýrir hún frá innrás Itala og Þjóðverja í Júgóslavíu, hryðjuverkum þeirra þar og skæru- hemaði almennings gegn fasistunum. Staðreyndimar kveðst höfundur hafa fengið eftir leiðum, sem stjórnarvöld Bandaríkj- anna nota til að fá sannar fregnir af því sem gerist í Balkan- löndunum. Þýð. Á miðju vori árið 1932 (síðan virðast aðeins fáir dagar, og þó samtímis margir mannsaldrar) kom ég til Júgóslavíu, ásamt konu rninni, og ætluðum við að dvelja þar árlangt. Snemma um sum- arið vorum við um kyrrt nokkurn tíma við Bóhin-vatnið, á fögrum stað í norðurhluta ættlands míns, Slóveníu. Dag nokkurn gengum við upp fjallshlíðina fyrir ofan litla gisti- húsið, þar sem við bjuggum. Það var komið undir sólarlag. .Loftið var þrungið hressandi remmu grenitrjánna, og á mjóum, hlykkjótt- um stígnum vöfðust rætur þeirra milli ísnúinna grjóthnullunga. Við staðnæmdust á hæð einni með krossgötum. Þar hafði verið höggvið rjóður í skóginn, svo að vítt sá yfir vatnið. Ein gatan lá upp á Tríglaf, hæsta og frægasta fjall í Slóveníu — í allri Júgó- slavíu. Allt rjóðrið var stafað skærri birtu, titrandi, skínandi Ijósi, ým- ist hvítu eða rauðleitu, köldu eða heitu, æsandi eða sefandi. Sól var að ganga til viðar. Í lofti og skógi ríkti grafarþögn, aðeins hin ljómandi, iðandi tíbrá í rjóðrinu vitnaði um líf. Við Stella settumst á stein undir lágri grein á hávaxinni óðjurt í jaðri rjóðursins og horfðum á vatnið undir fjallshlíðinni hverfa inn í skuggann. Þá heyrðum við hratt fótatak nálgast. Járnslegnir skór skullu á mölinni á Tríglaf-stígnum, og andartaki síðar þustu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.