Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 54
44 TIMARIT MALS OG MENNINGAR sér einhvern ilm, svo að maður gat ekki látið vera að anda að sér. Jafnframt umlukti þau harður, sigurviss æsku-eiginleiki, sem við gerðumst svo djörf að skilgreina sem trúnaðartraust. Unglingaástir, sem entust fram á fullorðinsár, voru ekki óvenju- leg fyrirbæri í Slóveníu, og allir, sem þekktu Bózu og Ba-tsje, áttu von á því, að þau í fyllingu tímans mundu verða hjón. Margir höfðu sérstakt uppihald á hinum ungu hjónaleysum. Feður þeirra áttu vissulega sinn þátt í því. Faðir Bózu var ekki eins víðfrægur í Slóveníu og skáldið Oton, en hann var þó velmetinn lögfræðing- ur og ráðandi maður í Lúhljana, og þekktur utan borgarinnar. Og ekki jók það sízt á hið rómantíska blik þessara barna, að þau sáust vart öðru vísi en bæði saman, og fólki fannst, að það bæri ábyrgð á sameiningu þeirra og tilveru. Hin bjarta framtíð þeirra var lof- orð, sem varð að efna. Við heyrðum aldrei talað um þau sitt í hvoru lagi. Það var alltaf „Bóza og Ba-tsje.“ Þau voru bekkjarsystkini í menntaskólanum í Lúbljana, þar sem menntun er álíka og í amerískum gagnfræðaskólum, að viðbættum skyldunámskeiðum í grísku og latínu. Um haustið 1932 séttust þau í sjötta bekk og áttu þá eftir tvo bekki, áður en þau gætu tekið matura eða burtfararpróf. Framtíð þeirra var öll ákveðin. Þau höfðu gert áætlanir um liana sjálf, og voru eins viss um, að þær mundu heppnast, og ungt fólk í Slóveníu gat yfirleitt búizt við, að framtíð þess yrði eins og ráð- gert hafði verið, eða, ef út í það er farið, ungt fólk í Júgóslavíu og öðrum Balkanlöndum árið 1932. Þau höfðu kosið sér læknisfræði. Það var sú fræðigrein, sem þeim fannst hafa mesta þörf fyrir fólk, sem vildi leggja fram mikið og ósérplægið starf. Og hún mundi gefa þeim tækifæri til að vinna í þeim anda. Þau notuðu aldrei sjálf orðið „ósérplægni“ um starf sitt og tak- mark í lífinu. Þau voru hraust og lífsglöð og þrungin starfsþrá, og langaði þess vegna til — urSu að fá að reyna krafta sína við sjúkdómana, hindra þá og lækna. Þau hugsuðu ekki um sig sjálf, höfðu engar fyrirætlanir um góðar stöður eða miklar tekjur. Mér þótti þessi þversögn mjög fróðleg: Ósérplægni þeirra veitti þeim frelsi og tækifæri til að gera það sem þeim var hugleiknast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.