Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 56
46
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
staðhæfingu, að heilsufar í Slóveníu væri betra en í sumum héruð-
um Ítalíu og í Frakklandi. Þau spurðu, hversu bágborið það væri
þar.
Bóza og Ba-tsje voru víðsýn og fíkin í fróðleik. Auk sinnar eigin
tungu og serbnesku og króatísku, sem þau kunnu til hlítar, gátu
þau lesið — án teljandi aðstoðar orðabóka — frönsku, ensku,
þýzku, tékknesku, pólsku og rússnesku. Og þau fylgdust vel með
heimsviðburðum og stjórnmólastefnum. Sökum þess, að aðalvið-
fangsefni þeirra og vísindaáhugi beindist að heilsufræði, voru þau
mjög hrifin af hinum miklu framförum í heilsuvernd í Ráðstjórnar-
ríkjunum, og lásu allt með forvitni og ákafa, sem þau komust yfir
þeim viðvíkjandi. Þau höfðu bæði mikið álit á hinum mikla rúss-
neska vísindamanni Pavloff, á rannsóknum lians á „ósjálfráðum
viðbrögðum“, og öllum hans merkilegu tilraunum til að nálgast
leyndardóm lífsins. Ba-tsje hugsaði oft um það, hvort hann ætti
ekki að leggja fyrir sig vísindarannsóknir á sviði læknisfræðinnar.
En Bóza var þeirrar skoðunar, að það væri mest knýjandi þörf á
því að hagnýta í þarfir almennings það, sem þegar væri þekkt í
þeim efnum.
Þau höfðu gert all-nákvæmt uppkast að áætlun um framtíð sína
næstu tíu árin. Þegar þau væru búin að ljúka burtfarðrprófi úr
menntaskólanum 1934, hugðust þau að skipta sex ára læknisfræði-
námi sínu þannig, að þau yrðu tvö ár á hverjum háskóla, í Prag,
Varsjá og Ráðstjórnarríkjunum. Síðan, árið 1941, ætluðu þau að
snúa heim aftur og hefja starf sitt í föðurlandinu.
Framkvæmd þessarar áætlunar valt á því, sem þau vissu ekki —
enginn vissi — hvenær næsta Evrópustríð mundi skella á, næsta
veraldarstríð. Þau vonuðu að geta verið búin að ljúka námi áður.
Þau fundu það á sér, að það var ekki miklum tíma að má.
Þegar við Stella vorum búin að hitta Bózu og Ba-tsje nokkrum
sinnum, komumst við að raun um, að þau litu á okkur eins og vini
sína. Við áttum ekki eftir að vera nema nokkra mánuði í Júgó-
slavíu, og stungum upp á því, að þau heimsæktu okkur í Ameríku,
einhvern tíma. Sjólf væntum við þess að geta komið aftur til Júgó-