Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 47 slavíu, en það var óráðið, hvenær það mundi verða. Við hétum hvert öðru því, að láta ekki sambandið á milli okkar slitna. Það var einn dag, um það tveimur mánuðum áður en við héld- um aftur til Ameríku, að þær áttu tal saman Stella og Bóza. Þær fundu hjá sér við það tækifæri einhverja sérstaka þörf til einlægni, og blönduðu saman ensku og þýzku, til að gera sig sem bezt skiljan- legar. Bóza talaði af ástríðufullri aðdáun um Oton, eins og bæði hún og Ba-tsje nefndu jafnan skáldið. Hún kunni mikið af kvæðum hans utanbókar og hryggðist yfir því, að Stella skyldi ekki kunna slóvensku og geta lesið þau. Hún sagði henni frá einu kvæði hans, „Heilræði handa mínum unga syni“, sem hann hafði ort, þegar Ba-tsje var tíu ára gamall. í því kvæði hvatti faðir hans hinn bókhneigða son sinn til að sitja ekki sífellt boginn yfir bókum sínum eða hafa áhyggjur af próf- um, svo að hann yrði ekki fölur og lotinn. Hann skyldi vera meira úti, flakka um merkur, skóga, þorp og fjöll Iands síns, kynnast ám og vötnum þess. Það væri hyggilegt að vera í félagsskap fugla og froska, fiska og skordýra, allra lifandi vera. Binda tryggð við steina og gras, tré og blóm, sem spretta á engi og fjallatindum; við jörð- ina sjálfa og fólkið, sem lifði i skauti hennar, læra að þekkja sál þess, starf og verkfæri. . . . Þetta ljóð, sagði hún, hafði geysimikil áhrif á Ba-tsje og liana sjálfa, og þúsundir annarra unglinga. Það leiddi til þess, að þau eyddu öllum frístundum sínum í ferðalög um kauptún og fjalla- þorp. Syntu á sumrin, fóru á skíðum, skautum og sleðum á vet: urna, gengu á fjallalinda, gerðu sér brýr úr reipum yfir gljúfrin, sváfu í smalakofum, gjótum og hellum. Þúsundir unglinga þekktu hvern helli, hvern klett og hvert fjallaskarð í landinu. Þetta útilíf veitti þeim nýja og hreina hreysti, andlega og líkamlega. Og þeir elskuðu Slóveníu — með opnum augum og vitandi vits — eins og fæstir hinnar fyrri kynslóðar höfðu elskað hana. Þetta var ágætt, hélt Bóza áfram, en ekki'nægilegt. Hugsjón skáldsins átti eftir að taka á sig mynd raunveruleikans í daglegu lífi þjóðarinnar. Takmark þeirra Bózu og Ba-tsje var að gera allt, sem þeim var unnt, til að hjálpa fólki upp úr svaði veikinda og óhreysti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.