Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 49 það er líka hræðilegt. . . . í síðustu viku hrifsaði þessi Hitler völd- in í Þýzkalandi.“ Nærri því hver maður, sem við áttum tal við í Júgóslavíu, og einhverja hugmynd hafði um nazismann, var áhyggjufullur út af uppgangi Hitlers. Bóza hélt áfram eins og hún væri að tala við sjálfa sig: „Fyrir skömmu vorum við Ba-tsje að tala um framtíðina — ekki okkar eigin framtíð sérstaklega, heldur framtíðina sem hugtak. Hvað er hún? Hvenær byrjar hún? Hvað er tíminn? Er „framtíðin“ í raun og veru „framundan“? Við Ba-tsje hugsum það ekki. Okkur finnst hún vera hér, nú, á þessu augnabliki, eins og hringiða utan um okkur. Ættum við að láta hana vaxa okkur yfir höfuð, eins og síðasta kynslóð lét hana gera, lét hana verða að liðinni tíð, sem nú liggur eins og farg á okkur?.... Auðvitað erum við Ba-tsje ekki tilbúin enn, við erum svo ung, við eigum eftir að læra svo margt.“ Ein af ástæðunum fyrir því, að okkur hjónunum og Bózu og Ba-tsje varð vel til vina, var sú, að á ferðalögum okkar um Júgó- slavíu hittum við oft doktor Andríja Stamper, risavaxinn Króata með andlit eins og tungl í fyllingu. Ég kallaði hann alltaf doktor Herkúles. Þau höfðu hið mesta dálæti á honum og spurðu okkur um allt, sem fyrir kom, er við hittum hann. Hann hafði verið heilbrigðis- og heilsufræðifulltrúi í félagsmála- ráðuneytinu í Belgrad frá 1919—1930, eða þangað til Alexander kóngur, sem gerði sjálfan sig að einræðisherra í Júgóslavíu, rak hann úr embætti, af því að hann óttaðist, að hann yrði of áhrifa- mikill hjá alþýðunni. En áður en þetta gerðist, hafði doktor Stamp- er auðnazt — með hjálp frá Rockefellerstofnuninni — að hreinsa til í verstu taugaveikis- og mýrarköldubælunum í Júgóslavíu. Við hvert hugsanlegt tækifæri hrópaði hann í eyru heimsins, að það væri versti glæpur menningarinnar að láta aðeins fáa menn — svo sem tvo af hundraði af ölluin íbúum jarðarinnar — verða að- njótandi blessunar hinna ágætu nútíma læknavísinda. Hann var of- stækisfullur og framúrskarandi þrekmaður og seigur. Einn af þess- 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.