Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
' 52
starfi allt frá því að Hitler braut Austurríki á bak aftur, en við
það höfðu nazistarnir komizt svo langt suður, að ekki var nema
hálftíma akstur til Bóhín- og Bled-vatnanna. Sumir þessara hópa
nefndu sig „Hina dauðavígðu verði“. Þetta var ungt fólk, piltar og
stúlkur frá 15—25 ára, stúdentar og annað skólafólk, allt vant úti-
íþróttum. Fólk, sem Bóza hlýtur að hafa haft í huga, þegar hún
sagði Stellu frá ljóði Otons, „Heilræði handa mínum unga syni“.
Það safnaði saman matvælum, hyssum, skotfærum, reipum, fötum,
skóm og lyfjum.
Um vorið 1942 fór ég að fá fréttir (eftir leiðum, sem opinberar
embættisstofnanir Bandaríkjanna notuðu) af víðtækum skæru-
hernaði í Slóveníu, og hafði hann byrjað fyrir átta eða niu mán-
uðum, að því er bezt varð vitað, og verið háður bæði gegn Þjóð-
verjum, sem höfðu Norður-Slóveníu á valdi sínu, og Itölum, sem
hertóku suðurhlutann, þar á meðal Lúbljana. Skömrnu síðar fóru
að birtast fréttir í amerískum blöðum af þessum skærum, sem tald-
ar voru til hinnar almennu mótspyrnu í Júgóslavíu, og voru fregn-
irnar dagsettar í Bern og Lundúnum, þar sem fréttaritarar söfnuðu
staðreyndum og orðrómi úr ýmsum áttum.
Við Stella reyndum að gera okkur í hugarlund, livað þau Bóza
og Ba-tsje hefðust nú að. Voru þau við læknastörf í Lúbljana?
Varla. Sættu þau sig við hertekningu fasistanna? Þoldu þau stefnu
hinna gömlu stjórnmálamanna, sem margir hverjir höfðu nú farið
til Ítalíu og gengið á fund Mússólínis og Ítalíukonungs? Óhugsan-
legt. Skapgerð þeirra var þannig, að þau Idutu að vera einhvers
staðar með skæruliðum, sem ýmist nefndu sig „Partísana“ eða
„F relsisfylkinguna“.
Seinni hluta ársins 1942 bárust mér enn fregnir af skærum í
sveitahéruðum Slóveníu og sérstaklega fjallasveitunum. í þeim
hluta landsins, sem var á valdi ítala, voru milli tuttugu og þrjátíu
þúsundir skæruliða, sem létu nokkrar fasistaherdeildir hafa nóg að
starfa.
En sumar sögurnar, sem ég heyrði í desember 1942, sögðu frá
gereyðileggingu margra skæruliðahópa. Stundum nutu fasistarnir
aðstoðar félagsskapar í Slóveníu, sem kallaði sig „Hvítu hersveit-