Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 68
58 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rænt lögmál til þess að sýna fram á, að umrædd staðhæfing pró- fastsins er röng. Það hefði verið meira en nóg að benda á afleið- ingar þess, ef hún væri rétt, t. d. þá, sem að ofan getur, en öllum nútímamönnum, sem vilja sjá og skilja það, sem fer fram í kring- um þá, ekki sízt á þessum tímum, hlýtur að vera ljóst, að slíkt er fjarstæða. Sá dómur mun því sízt hafa verið of harður, að stað- hæfingin bæri vott um skilningsskort á hagrænu lögmáli. í upphafi greinar sinnar nefnir B. F. dæmi þess, hvernig „veru- leikinn óhlýðnast lögmálinu“, þ. e. a. s. kvantitetslögmálinu. Hann bendir á, að vísitalan hér á landi hafi ekki hækkað neitt svipað því eins mikið og peningamagnið hefur aukizt, og telur það afsanna lögmálið. Því til sérstakrar sönnunar vitnar hann í þau ummæli fjármálaráðherrans, að eftirspurnin hafi verið meiri en vörufram- boðið. í fyrsta lagi verður B. F. hér á sú skyssa að nota vísitölu framfœrslukostnaðar sem mælikvarða á heildarverðlagið. í öðru lagi misskilur liann algjörlega þýðingu ummæla ráðherrans, sem vissulega eru öldungis rétt. í þeim felst auðvitað, að allir þeir, sem hafa viljað kaupa vörur, hafa ekki fengið þær. Þó hefur selt vöru- magn vaxið mjög, en misræmið milli þess og peningamagnsins ann- ars jafnazt með stórminnkuðum umferðahraða peninganna og vöru- skorti. I sambandi við hina auknu seðlaveltu skiptir og seðlanotkun setuliðsins sérstöku máli og á sérstakan hátt, þótt ekki verði það rakið hér. Ástandið er því alveg eins og þeir, sem skilið liafa viðskipta- jöfnurnar, myndu búast við út frá þeim. Aðalefni ritgerðar B. F. er það, að þótt jöfnur þær, sem ég hafði vísað í, séu að vísu réttar, þá skýri þær ekki neitt, því að þær segi ekkert um orsakasamhengi breytinga á þáttunum. Nú er það svo, að hvorki ég né mér vitanlega nokkur hagfræðingur hef nokkru sinni haldið því fram, að þessar einföldu jöfnur skýri alla þætti verðsveiflanna, að hér sé um að ræða „töfraþulu, er geri .... fært að rata um alla refilstigu verðlagsbreytinganna í nú- tímaþjóðfélagi“, eins og B. F. kemst að orði. Sannleikurinn er sá — og um það held ég, að allir hagfræðingar og yfirleitt allir, sem það hafa kynnt sér til hlítar, séu sammála — að jöfnurnar lýsa staðreynd, tákna ákveðið jafnvægi og veita því um leið upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.