Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 73
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 63 röksemd, að þetta væri allt í fullu samræmi við kvantítetslögmálið, því að samkvæmt þessu lögmáli gæti vöxtur peningamagns í umferð stundum orsakað lœkkun verðlagsins! 2. Hins vegar finnur G.Þ.G. auðsjáanlega í hugskoti sínu, þótt hann fáist ekki til að viðurkenna það, að hér er ekki allt með felldu, en hyggst þó mega bjarga sér á því, að hann leggur öðrum þræði í kvantítetslögmálið þann gerólíka skilning, að það sé sama og viðskiptajöfnurnar P-U — Vm-V, en þær skilgreinir hann alveg réllilega þannig:1) „Líkingin táknar því í raun og veru þá mjög svo einföldu staðreynd, að það peningamagn, sem greitt er fyrir vörumagnið, sem fyrir henni er á ákveðnu tímabili, hlýtur að vera jafnt summunni af verði allrar þeirrar vöru, sem keypt hefur verið“. Hann hugsar nú sem svo: „Gerir ekkert til, þó að reynslan sýni stundum, að verðlag breytist ekki, þó að gjaldeyris- velta fari vaxandi, því að samkvæmt jöfnunum bætist það upp með því, að umferðarhraði peninganna minnkar eða vörumagn í um- ferð eykst“. Vœri þetta leyfileg röksemdaleiðsla, hefði G.Þ.G. ekki þurft að saka dómprófastinn um vanskilning á kvantítetslögmálinu vegna fyrr greindra ummæla. Þau væru þá ekki í neinni andstöðu við það. En auðvitað er slík röksemdaleiðsla ekki leyfileg. Ég hef þegar sýnt fram á, að við'skiptajöfnurnar P-U = Vm-V fela ekki í sér neins konar orsakasamband. Þær eru aðeins lýsing á því, sem gerist á ákveðnu tímabili, eftir að það hefur gerzt. P táknar það peningamagn, sem í umferð hefur verið á tímabilinu, Vm vörumagn það, sem keypt eða selt hefur verið o. s. frv., eins og Ijóslega kem- ur fram í hinni réttu skilgreiningu G.Þ.G. á jöfnunum, sem vitnað er til hér á undan. En fjárhæð, sem þegar hefur verið notuð til kaupa á ákveðnu vörumagni, getur ekki framar haft nein áhrif um verð á því vörumagni, eins og ég tek fram í grein minni. Þessar jöfnur eru því í raun og sannleika, þótt rökréttar séu í sjálfum sér, kvantítetslögmálinu sjálfu óviðkomandi og ættu aldrei að vera nefndar því nafni. Þær segja rökfræðilega nokkurn veginn hið sama og jöfnurnar 4 = 2-2. Þær segja rökfræðilega nákvœmlega 1) Viðskiptajöfnurnar ern hér rétt skilgreindar. Þar meö er auðvitað ekki sagt, að það sé réttur skilningur hjá G.Þ.G., að þær og kvantítetslögmáliö sé eitt og hið sama.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.