Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Qupperneq 73
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
63
röksemd, að þetta væri allt í fullu samræmi við kvantítetslögmálið,
því að samkvæmt þessu lögmáli gæti vöxtur peningamagns í umferð
stundum orsakað lœkkun verðlagsins!
2. Hins vegar finnur G.Þ.G. auðsjáanlega í hugskoti sínu, þótt
hann fáist ekki til að viðurkenna það, að hér er ekki allt með
felldu, en hyggst þó mega bjarga sér á því, að hann leggur öðrum
þræði í kvantítetslögmálið þann gerólíka skilning, að það sé
sama og viðskiptajöfnurnar P-U — Vm-V, en þær skilgreinir hann
alveg réllilega þannig:1) „Líkingin táknar því í raun og veru þá
mjög svo einföldu staðreynd, að það peningamagn, sem greitt er
fyrir vörumagnið, sem fyrir henni er á ákveðnu tímabili, hlýtur
að vera jafnt summunni af verði allrar þeirrar vöru, sem keypt
hefur verið“. Hann hugsar nú sem svo: „Gerir ekkert til, þó að
reynslan sýni stundum, að verðlag breytist ekki, þó að gjaldeyris-
velta fari vaxandi, því að samkvæmt jöfnunum bætist það upp með
því, að umferðarhraði peninganna minnkar eða vörumagn í um-
ferð eykst“. Vœri þetta leyfileg röksemdaleiðsla, hefði G.Þ.G. ekki
þurft að saka dómprófastinn um vanskilning á kvantítetslögmálinu
vegna fyrr greindra ummæla. Þau væru þá ekki í neinni andstöðu
við það. En auðvitað er slík röksemdaleiðsla ekki leyfileg. Ég hef
þegar sýnt fram á, að við'skiptajöfnurnar P-U = Vm-V fela ekki
í sér neins konar orsakasamband. Þær eru aðeins lýsing á því, sem
gerist á ákveðnu tímabili, eftir að það hefur gerzt. P táknar það
peningamagn, sem í umferð hefur verið á tímabilinu, Vm vörumagn
það, sem keypt eða selt hefur verið o. s. frv., eins og Ijóslega kem-
ur fram í hinni réttu skilgreiningu G.Þ.G. á jöfnunum, sem vitnað
er til hér á undan. En fjárhæð, sem þegar hefur verið notuð til
kaupa á ákveðnu vörumagni, getur ekki framar haft nein áhrif um
verð á því vörumagni, eins og ég tek fram í grein minni. Þessar
jöfnur eru því í raun og sannleika, þótt rökréttar séu í sjálfum
sér, kvantítetslögmálinu sjálfu óviðkomandi og ættu aldrei að vera
nefndar því nafni. Þær segja rökfræðilega nokkurn veginn hið
sama og jöfnurnar 4 = 2-2. Þær segja rökfræðilega nákvœmlega
1) Viðskiptajöfnurnar ern hér rétt skilgreindar. Þar meö er auðvitað ekki
sagt, að það sé réttur skilningur hjá G.Þ.G., að þær og kvantítetslögmáliö sé
eitt og hið sama.