Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 89
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
79
dýrasögur, og lætur höfundi vel aff lýsa skepnum, háttum þeirra og hneigffum
og vekja eftirtekt á því, sem einkennilegt er í fari þeirra, og lætur lesandann
jafnvel finna til samúffar meff grimmu og blóðþyrstu rándýrinu, sem verffur
aff leita sér bjargar meff því aff ráðast miskunnarlaust á sakleysingjana til
þess að geta lifaff sjálft. Hún er t. d. einkar geffþekk sagan um himbrima-
hjónin á Sandhólavatni (Feffgarnir), þar sem móffirin er skotin á eggjum
sínum til aff selja haminn fyrir skitnar sjö fimmtíu og faðirinn elur upp son
sinn og gengur honum í föffur- og móffurstaff. Þótt dýrasagan Háfeti sé ekki
neitt sérlegt snilldarverk, bjóst ég ekki viff niðurlaginu eins og þaff er. Háfeta
tekst loks á gamals aldri aff strjúka til bernskustöffvanna, en kemur aff söln-
uffum grösum á síffhausti og ókunnum hrossum, sem ybbast viff hann. Hann
hverfur vonsvikinn heim aftur. Maður hefffi getaff haldið, aff klárinn hefði
veriff látinn heyja sína síðustu baráttu viff dauffann í bjargarleysi uppi á
öræfum, líkt og gert er um Stjörnu hjá Þorgilsi gjallanda. En þetta er í senn
óvænt og látlaust.
Sumar sögurnar bera þess merki, aff höfundur hefur dvalizt utan lands,
enda gerast sumar þeirra þar, t. d. Litla glóhærffa telpan, snotur saga um
litla stúlku, er elzt upp meff föffur sínum, en sem stór stúlka tekur frá henni.
Sagan er nærfærin lýsing á sálarlífi barna.
Beztu sögurnar þykja mér: Spyrjum aff leikslokum, Hengiflug og Krumma-
hreiffriff. Eg sé ekki ástæffu aff rifja upp efni sagnanna. Mönnum notast aff
lesa þær sjálfir. Fyrstu söguna hefur höfundurinn lesið í útvarpi, svo að
mörgum mun hún vera kunn. Ilengiflug hefur mesta dramatíska þenslu og
er áhrifamest. Ég ætla affeins aff taka upp síðustu línurnar úr Krumrna-
hreiðrinu, þegar sögumaffurinn er að rifja upp endurminningarnar um Hálf-
dan litla leikbróður sinn, sem drukknaði úr glöðum drengjahópi, er dreng-
irnir voru á leiff til krummahreiffursins: „Við erum löngu komnir út á orustu-
völl miskunnlausrar lífsbaráttu, vopnaðir, klæddir br>’nju sérgæffis og ver-
aldarvits. Viff erum allir dugandi menn, klæddir hyggindum, sem í hag koma,
og lífsreynslu til að byggja á stundlega hamingju. Við erum orffnir rosknir
menn, sem kunnum aff setja upp dærni og reikna ekki skakkt, en höfum
glataff réttlætismeffvitund, nærni og hugsjónum æskunnar. En Ilálfdan litli er
alltaf ungur, alltaf sarni, góffi leikbróðirinn, er minnir mig á bjarta vor-
morgna, lækjarniff og gróðurilm.“
Sögurnar eru yfirleitt snotrar og hugþekkar. Þetta er fyrsta bókin, sem
höfundurinn lætur frá sér fara. Hann er aff vísu orðinn þroskaffur maffur, en
margar sagnanna munu vera samdar fyrir alllöngu. Sögurnar eru vandvirknis-
lega unnar og allvel gerðar frá tæknilegu sjónarmiffi. Málfariff er ljómandi
fagurt, oft ilmandi og safaríkt, en stundum allt aff því ungæðislega róman-
tískt, en yfirleitt laust viff alla tyrfni og sérvizku, sem stundum hefur þótt viff
brenna hjá þingeyskum höfundum. Sögurnar eru aff vísu ekki sérlega mikil
skáldverk, en mjög snjallar af byrjanda sögum aff vera og spá góffu. Ekki bera
þær mikinn keim af sögum föffur höfundarins, skáldsins á Sandi, þótt vitan-