Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 92
82 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Vilji menn krefjast þess af bókinni, að hún sé héraðssaga og alhliða lýsing, eru efnishlutföll hennar ekki rétt. Þannig eru sjósókn og heimilisiðnaði gerð ólíkt minrii skil en baráttunni við björgin. En sú er orsökin, að sjósókn, sem að vísu var aðalatvinnuvegur, greinir Homstrendinga lítt frá öðrum Vest- firðingum. Það er efasamt, að sögu höfuðgreina atvinnulífsins sé hægt að segja í héraðssögum á viðhlítandi veg, hún er landssaga. En Hom og Hæla- víkurbjarg eiga ekki aðra en Hornstrendinga. Björn Sigfússon. Matur og megin Are Waerland: MATUR OG MEGIN. Þýðandi: Bjöm L. Jónsson. Utgefandi: Náttúru- lækningafélag Islands. Reykjavík, 1943. Vér lifum á byltingatímum. Vísindin og tæknin eru að umskapa heiminn og breyta lifnaðarháttum fólksins. Sá grundvöllur, sem lífsvenjur undanfar- andi kynslóða hafa verið byggðar á, er nær hruninn til grunna. Umhverfið er gjörbreytt. Stórborgir og verksmiðjur, það er sá heimur, sem mestur hluti hins hvíta kynstofns lifir nú og hrærist í. Vér erum að fjarlægjast gróður jarðarinnar. Maðurinn er að undiroka náttúruna, en hann fjarlægist hana um leið. Skynsemin er að yfirbuga eðlishvatimar. Það fer ekki hjá því, að bylting sem þessi hafi veruleg áhrif á fólkið sjálft, heilbrigði þess og hamingju. Andi mannsins skapar nýtt umhverfi, en það getur tekið langan tíma fyrir Hkamann að laga sig eftir hinum breyttu kringumstæðum. Það er því mjög hætt við því, að maðurinn komist í and- stöðu við lögmál náttúrunnar, í það minnsta í svipinn. Það er hætt við því, að honum gleymist það, að liann er náttúrunnar barn, að líkami hans er byggður og starfar á svipaðan hátt og líkami annarra spendýra og verður að meðhöndlast með tilliti til þess. Kyrrsetur, innivera og breytt mataræði fylgja siðmenningunni. Af þess háttar lífsvenjubreytingum getur það leitt, að þörfum líkamans sé ekki fullnægt eins og vera her, en afleiðingar þess eru sjúkdómar og ótímabær dauði. Það er sú refsing, sem náttúran leggur á hverja þá lífveru, sem óhlýðnast lögmálum hennar. Starfsemi Náttúrulækningafélags Islands er mjög virðingarverð viðleitni í þá átt að forða fólki frá þessari refsingu náttúrunnar, kenna því að lifa í samræmi við lögmál náttúrunnar, gera það löghlýðið, ef svo mætti segja. Einkuni hefur Náttúrulækningafélagið beitt sér fyrir hættu mataræði fólks, varað við ýmsum einhæfum fæðutegundum og gervifæðu, en hvatt til meiri neyzlu grænmetÍ9, heilkorns og ávaxta. Félagið hefur gefið út bækur áhuga- málum sínum til stuðnings, og er bókin Matur og megin, eftir A. Waerland, sú þriðja í röðinni. Áður eru komnar út: Sannleikurinn um hvítasykurinn, eftir A. Waerland, og Nýjar leiðir, eftir Jónas Kristjánsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.