Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 98
BREF frá félagsmönnum Niður með múrinn Nýlega keypti ég tvær síðustu bækur Halldórs Kiljans, Vettvang dagsins og Islandsklukkuna. Þegar heim kom, ætlaði ég að stinga jieirn inn í skápinn hjá öðrum bókum jiessa höfundar. En það gat ekki gengið. Þær voru þá svo stórar í sniðum, að þær komust ekki fyrir á þeirri hillu. Eg hef stundum verið að hugsa um það síðan, hvað mennirnir, sem sjá um útgáfur á hókum Kiljans, meini með því að vera alltaf að breyta um stærð þeirra og útlit. A ýmsu hefur oltið um þessa hluti, en þó keyrir fyrst um þverhak meS tvær þær síSustu. Þær minna mann helzt á Viktoríu drottn- ingu, eSa MarkmiS og leiðir. Hafa útgefendurnir í raun og veru svo frum- legan og sérkennilegan smekk, að þeim finnist hezt á því fara, aS bækur eins og sama höfundar séu af sem ólíkustu stærSum, svo aS þær h'kist helzt stuðl- um í breytilegu línuriti, þegar búið er að raða þeiin í skáp? Ef svo er, hlýt- ur maður að óska þess, að slikir menn fáist við eitthvað annað en gefa út hækur. Eða eru þeir með þessu liáttalagi að sýna höfundinum lítilsvirðingu og lýsa vanþóknun sinni yfir verkum lians? Ef svo væri, mætti Kiljan biðja guð að varðveita sig fyrir vinum sínum. En það skyldi þó aldrei geta skeð, að þeir gangi með heildarútgáfu af verkum þessa höfundar í kollinum? Ef svo væri, gæti það talizt mjög smellið kaupsýslubragð, að gera bækurnar svo ófélega úr garði í fyrstu útgáfu, að enginn bókamaður hefði yndi af þeim í hillum sínum. Því öruggari yrði markaðurinn fyrir vandaðri heildarútgáfu. Skyldu forleggjarar Kiljans annars vera orðnir svo miklir karlar, að þeir treysti sér í mannjöfnuð við einn vel þekktan bifreiðaeiganda í höfuðstaðn- um? A maður kannski von á að sjá svofellda auglýsingu einhvern góðan veðurdag: Engar bækur út eftir Kiljan. Hér tala þeir, sem valdið hafa og útgáfuréttinn? Um það leyti sem Mál og menning var að hefja göngu sína, lét einn af forgöngumönnum þess þau orð falla, að bókaútgefendurnir væru múr á milli höfundanna og fólksins. Hann taldi það meginverkefni Máls og menningar að brjóta þennan múr niður og tengja höfundana við fólkið. (Mig minnir, að þetta væri sjálfur Kiljan). Sízt ber að vanþakka það starf, sem Mál og menning hefur unnið. Mörg og stór högg hefur það brotið í múrinn milli höfundanna og fólksins. Það liefur fært fólkinu nokkra öndvegishöfunda, sem ella myndu hafa verið því huldir bak við múrinn, eins og t. d. Jóhann Sigurjónsson, Steplian G. og Sigurð Nordal. Þúsundir manna um land allt, sem ekki vissu, hvað það var að eiga bók, a. m. k. ekki góða bók, hafa nú eignast vísi að safni góðra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.