Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 100
90 TIMARIT MALS OG MENNINCAR Þegar útgáfu á Arfi íslendinga er lokið, finnst raér, að áfrani ætti að halda með útgáfu fyrir aukagjald, livort sem það yrði nú Alfræðibókin, sem einu sinni var minnzt á eða eitthvert annað stórvirki. Mér hafa yfirleitt iíkað vel bækur félagsins, en vænst þykir raér um Arfinn og Mannkynssöguna og skemmtilegt að fá góðar skáldsögur eftir marga ólíka höfunda. Vænt þætti mér um að fá bækur um ýmis efni svipaðar og Efnis- heiminn. ÞorvarSur Magnússon. í tilefni af ritdómi um íslandsklukkuna Einn greinargóður rithöfundur hefur nýlega bent á athyglisverð ummæli, höfð eftir franska stórskáldinu, Anatole France, og eru á þá leið, að hver, sem skrifi ritdóm um bók, sé ekki fyrst og fremst að skrifa um bókina sjálfa og höfund hennar, heldur miklu fremur um sjálfan sig í tilefni af bókinni. Þessi ummæli hafa vafalaust mikið að styðjast við. Mér kom þetta sérstaklega í hug, þegar ég las í Samvinnunni, 9. hefti f.á., ritdóm um Islandsklukkuna eftir Halldór K. Laxness. Ritdómur þessi er eftir einhvern, er nefnir sig J.J., og virðist mér hann gefa svo algjörlega ranga og villandi hugmynd um bókina, að maður gæti næstum freistazt til að álíta, að hann hefði verið skrifaður í þeirn tilgangi einum. En aftur á móti fannst mér að þeim mun meira mætti af honum læra um ritdómarann sjálfan, fór að lesa hann með það fyrir augum, og vil benda á eftirfarandi: Ritdómarinn telur eftir pappírinn, sem fer í bókina, og mætti því ætla, að hann sé haldinn smásmugulegum sparnaðaranda, að ég ekki segi naglaskap, og sé einn af þeim, sem vilja af þeim ástæðum prenta flestar bækur á sama hátt og vasabiblíur. Mætti jafnvel ætla, að hann ætti sálufélag með þeim grútarsálum, sem ný- lega hafa gefið út með þvílíku sniði ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar og Hjálmars í Bólu. í ritdómi þessum er tæplega sjáanleg nokkur viðleitni í þá átt að rökstyðja fullyrðingar, sem þó eru settar fram af offorsi miklu. Bendir þetta til þess, að hér sé á ferðinni maður, sem ekki telur það lengur hlutverk sitt að skrifa fyrir hugsandi fólk með snefil af réttlætistilfinningu og sanngimi. Það virðist vera ætlunin að tala fyrst og fremst til þeirra, sem ekki lesa bókina, en meðtaka alla rógmælgi um þennan rithöfund með auðmjúku fyrir- framþakklæti, án þess að ráðfæra sig við dómgreind eða sannfæringu. Orðablóm eins og t. d. glæpamál, óþrifnaðarmál, skækja, ólykt, kvalasýki, hrakmenni, grimmdaræði og níðrit, bera vott um að jarðvegur hugarfarsins sé í tilfinnanlegum bætiefnaskorti og tæplega hæfur til að rækta þar skrúð- jurtir eða hollan nytjagróður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.