Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 103
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
93
endurskoöaða reikninga félagsins, l)úðarinnar og Arfs íslendinga, sem allir
eru birtir hér á eftir. Tekjuafgangur félagsins varð kr. 28.255.11, sem er hagn-
aður af útgáfu aukabóka, auk um 12 þús. kr. frá f. á. Tekjuafgangur búðar-
innar varð kr. 25.141.59. Félagsmannatala hafði aukizt á árinu úr 6200 upp í
6600. Eftir að reikningar félagsins höfðu verið samþykktir, fóru fram kosn-
ingar. Úr félagsráði gengu 5 menn, Jóhannes úr Kötlum, Haukur Þorleifsson,
Ragnar Olafsson, Halldór Kiljan Laxness og Eiríkur Baldvinsson, en þeir voru
allir endurkosnir. I stað Aðalsteins Sigmundssonar var kosinn í félagsráð Einar
Andrésson, umhoðsmaður félagsins í Reykjavík. Formaður var endurkosinn
Kristinn E. Andrésson, varaformaður Sigurður Thorlacius, og meðstjórnendur
Sigurður Nordal, Halldór Kiljan Laxness og Ragnar Olafsson, allir endur-
kosnir. Til vara Ragnar Jónsson, fulltrúi, og Þórhallur Bjarnarson. Endurskoð-
endur voru endurkosnir þeir Haukur Þorleifsson og Sverrir Thoroddsen, en
til vara Halldór Stefánsson. Loks var rætt um útgáfu félagsins á þessu ári, m. a.
úlgáfuna á „Undrum veraldar“.
Við verðum að hætta við útgáfu á Sögitnni aj Bernadettu, sem átti að verða
skáldsaga félagsins næsta ár. Isafoldarprentsmiðja h.f. er að gefa bókina út.
Við höfum ekki ennþá valið skáldsögu í staðinn.
Næsta bók félagsins á þessti ári, eftir Þrúgur reiðinnar II, verður 2. hindi
Mannkynssögunnar, ritað af Sverri Kristjánssyni. Handritið er enn ekki komið
til prentunar.
I næsta hefti Tímaritsins ritar Halldór Kiljan Laxness grein um Nordahl
Grieg.
Vil ég að lokum þakka umboðsmönnum Máls og menningar fvrir starf þeirra
á liðnu ári og félagsmönnum öllum tryggð og rækt við Mál og menningu.
Kr. E. A.