Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 30
TIMARIT MALS OG MENNINGAR megni að fá liann til að vera vingjarnlegur við þig, en tókst það ekki — fyrr en þú trúlofaðist! Þá tókst með ykkur einlæg vinátta, svo um skeið var engu líkara en nú fyrst þyrðuð þið að sýna ykkar sönnu tilfinning- ar, þegar þú varst komin í trygga höfn — og svo — hvernig fór síðan? — Eg varð ekki afbrýðisöm — þótt undarlegt væri! — Ég man þegar þú varst skírnarvottur lijá okkur, að ég neyddi hann til að kyssa þig — hann gerði það, en þú varðst svo ringluð — það er að segja: ég tók ekki eftir því þá — hugsaði ekki heldur út í það eftir á — hef aldrei hugsað um það fyrr en — nú! Rís hart úr sœti. Hvers vegna þegirðu alltaf? Þú hefur ekki sagt eitt einasta orð, en látið mig tala án afláts! Þú hefur starað á mig og rakið úr mér þessar liugsanir, sem lágu eins og silkiþráður í hýði — hugsanir — grunsemdir kannski — bíðum við. — Hvers vegna sagðirðu kærastanum þínum upp? Hvers vegna komstu aldrei heim til okkar eftir það? Hvers vegna viltu ekki koma til okkar í kvöld? M:LLE Y eijis og hún œtli að fara að segja eitthvað. Frú X: Þei! Þú þarft ekkert að segja, því nú skil ég allt saman! Það var þess vegna og þess vegna og þess vegna! — Jahá! — Nú kemur allt heim og saman! Þannig er það! Svei, ég vil ekki sitja við sama borð og þú! Flytur dót sitl yfir á hitt borðið. Það var þess vegna sem ég þurfti að sauma þessa andstyggilegu túlípana í skóna hans: af því að þú hefur mætur á túlípönum; það var þess vegna — kastar inniskónum á gólfið — sem við urðum að búa við Löginn á sumrin: af því að þú undir þér ekki við Saltsæ; það var þess vegna sem sonur minn varð að heita Eskil: af því að faðir þinn hét Eskil; það var þess vegna sem ég varð að klæðast eins litum fötum og Jjú, lesa sömu höf- unda og þú, borða eftirlætisrétti þína, drekka sömu drykki og þú — súkku- laði til dæmis; það var þess vegna — ó, guð minn — þetta er hryllilegt, þegar ég fer að hugsa út í það — hryllilegt! — Allt, allt kom frá Jiér til mín, jafnvel ástríður þínar! — Sál þín skreið inn í sál mína eins og maðk- ur í epli, át og át, gróf og gróf, unz ekkert var eftir nema ofurlítið svart mjöl inni í hýðinu! Ég reyndi að flýja undan þér, en gat það ekki; þú lást eins og svarteygð slanga og hélzt mér í álögum — ég fann hvernig vængir mínir hófust, en drógu mig aðeins lengra niður; ég lá í vatninu með 20

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.