Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Síða 30
TIMARIT MALS OG MENNINGAR megni að fá liann til að vera vingjarnlegur við þig, en tókst það ekki — fyrr en þú trúlofaðist! Þá tókst með ykkur einlæg vinátta, svo um skeið var engu líkara en nú fyrst þyrðuð þið að sýna ykkar sönnu tilfinning- ar, þegar þú varst komin í trygga höfn — og svo — hvernig fór síðan? — Eg varð ekki afbrýðisöm — þótt undarlegt væri! — Ég man þegar þú varst skírnarvottur lijá okkur, að ég neyddi hann til að kyssa þig — hann gerði það, en þú varðst svo ringluð — það er að segja: ég tók ekki eftir því þá — hugsaði ekki heldur út í það eftir á — hef aldrei hugsað um það fyrr en — nú! Rís hart úr sœti. Hvers vegna þegirðu alltaf? Þú hefur ekki sagt eitt einasta orð, en látið mig tala án afláts! Þú hefur starað á mig og rakið úr mér þessar liugsanir, sem lágu eins og silkiþráður í hýði — hugsanir — grunsemdir kannski — bíðum við. — Hvers vegna sagðirðu kærastanum þínum upp? Hvers vegna komstu aldrei heim til okkar eftir það? Hvers vegna viltu ekki koma til okkar í kvöld? M:LLE Y eijis og hún œtli að fara að segja eitthvað. Frú X: Þei! Þú þarft ekkert að segja, því nú skil ég allt saman! Það var þess vegna og þess vegna og þess vegna! — Jahá! — Nú kemur allt heim og saman! Þannig er það! Svei, ég vil ekki sitja við sama borð og þú! Flytur dót sitl yfir á hitt borðið. Það var þess vegna sem ég þurfti að sauma þessa andstyggilegu túlípana í skóna hans: af því að þú hefur mætur á túlípönum; það var þess vegna — kastar inniskónum á gólfið — sem við urðum að búa við Löginn á sumrin: af því að þú undir þér ekki við Saltsæ; það var þess vegna sem sonur minn varð að heita Eskil: af því að faðir þinn hét Eskil; það var þess vegna sem ég varð að klæðast eins litum fötum og Jjú, lesa sömu höf- unda og þú, borða eftirlætisrétti þína, drekka sömu drykki og þú — súkku- laði til dæmis; það var þess vegna — ó, guð minn — þetta er hryllilegt, þegar ég fer að hugsa út í það — hryllilegt! — Allt, allt kom frá Jiér til mín, jafnvel ástríður þínar! — Sál þín skreið inn í sál mína eins og maðk- ur í epli, át og át, gróf og gróf, unz ekkert var eftir nema ofurlítið svart mjöl inni í hýðinu! Ég reyndi að flýja undan þér, en gat það ekki; þú lást eins og svarteygð slanga og hélzt mér í álögum — ég fann hvernig vængir mínir hófust, en drógu mig aðeins lengra niður; ég lá í vatninu með 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.