Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 33
ÍIANNES PÉTURSSON
Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðra sögu
og Gerplu
FÓSTBRÆÐRA SAGA
arkmib þessarar ritgerðar er að draga
fram höfuðeinkenni nafnanna, þeirra
Þorgeirs Hávarssonar í Fóstbræðra sögu og
Gerplu.
Sú spurning hlýtur að vakna við lestur
síðarnefndu bókarinnar, að hve miklu leyti
Þorgeir í Fóstbræðra sögu sé fyrirmynd
hins. Eins geta þeir tæpast verið, því ekki
var ástæða til að færa manngerðina Þor-
geir óbreytta frá einni bók til annarrar.
Það leynir sér ekki heldur, að Gerplu-Þor-
geir er annar og nýr Þorgeir Hávarsson.
Eg ræði sér í lagi um hvora bókina. Allar
tilvitnanir í Fóstbræðra sögu eru teknar úr
útgáfu Hins íslenzka fornritafélags, Islenzk
fornrit VI. bindi, Rvík 1943.
I
Allskiptar skoðanir eru uppi um það,
livert handrit Fóstbræðra sögu geymi hina
upprunalegu sögu. Er ekki ástæða til að
rekja það mál ýtarlega hér, þar sem ritgerð
þessi fjallar ekki um það, hvernig sagan
kann að hafa litið út nýsamin, heldur hitt,
hvernig hún er nú. Þó get ég ekki stillt mig
um að minnast lítillega á afstöðu fræði-
manna gagnvart hinum frægu stöðum í sög-
unni, sem sumir nefna „klausur“, því þær
eru, eins og sagan hefur verið á horð borin,
órjúfanlega tengdar frásögninni um Þor-
geir, eins og síðar mun að vikið. Skoðanir
fræðimanna skiptast í tvennt, hvað þetta
snertir. Langflestir ætla klausurnar síðari
tíma innskot, gerð af einhverjum skrásetj-
aranum á 13. öld; Hauksbók geymi upp-
runalegastan texta. Svo farast Bimi Karel
Þórólfssyni orð í formála að útgáfu sinni á
sögunni, Kaupmannahöfn 1925—27 (þýtt af
mér): „Það er ekki minnsti vafi, að um-
ræddar breytingar á textanum eiga rætur
að rekja til endursemjanda, sem sníða vildi
söguna að eigin geðþótta (og þá jafnframt
að tíðarandanum). Ekki kemur til mála, að
þær séu aðeins meira eða minna tilviljunar-
kenndar breytingar af völdum skrásetning-
ar. Endursemjandi þessi hefur ekki hikað
við að hæta í söguna annarlegum atriðum,
sem á engan hátt voru samrýmanleg hinni
klassísku sagnalist."
Varla var hróflað við þessari afstöðu, þar
til Sigurður Nordal kom með þá kenningu
(í formála að fsl. fornr. VI, 1943) að klaus-
urnar væru upprunalegar í sögunni, sem
stöðugt hefði verið að styttast og fágast í
meðförum, vegna batnandi smekks á ritað
mál, eða eins og hann segir, „að tvisvar
verði gamall maður barn, og vera mætti, að
23