Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 35
ÞORGEIR HÁVARSSON menntasögunni í Nordisk Kultur er byggð á sömu rannsóknum og þeim, sem lágu til grundvallar formálanum í Isl. fornr. VI. Eg get ekki skilið, af hverju texti M og H þarf endilega að vera meira og minna hreinsað- ur, því sé sagan skrifuð kringum 1200, þá er ekki ýkja langt þar til Snorri skrifar Eglu (?) og Olafs sögu helga, ef til vill um tutt- ugu ár, og sýnist sögustíllinn þar ekki vera á sérstöku gelgjuskeiði; mér finnst ekki á- stæða til að ætla, að Snorri hafi hyggt hann upp frá grunni. Er of djúpt í árinni tekið, þó gert sé ráð fyrir, að mönnum kringum 1200 hafi verið orðin alltöm hin hlutlæga, knappa frásögn, úr því leiðin var þegar mörkuð, þar scm eru rit Ara? Auk þess hangir skoðun Nordals á þeim bláþræði, að sagan hafi geymzt óbrengluð hjá munkunum á Þingeyrum í 170 ár, eða frá því fyrir 1220 og allt fram til 1380, að F er rituð. Þetta er satt að segja liæpið, úr því Nordal segir sjálfur, að munkarnir hafi hreyft við textanum og sett inn nafn yngra biskups í stað eldra, þar sem rætt er um skálann á Reykhólum. Vökin, sem reynt er að halda opinni til sönnunar því, að klaus- urnar séu ekki viðhætur, er líka harla þröng. I Nordisk Kultur segir Nordal: „Kun i det kloster, hvortil en afskrift af sagaen synes at have fundet vej, da den var nylig forfattet, og hvorfra skriveren af F har faaet sit for- læg, fandt man smag i disse stykker, saaledes at den gamle tekst blev hevaret uden radi- kale ændringer“ (Nordisk Kultur, Bd. VIII, hls. 238). Með þessurn orðum lætur Nordal í ljós þá skoðun, að innan klausturmúranna á Þingeyrum hafi ríkt sérvizkuleg hetjudýrk- un, sú sama og birtist í „klausunum“. Mér finnst því jafn-nærtækt að ætla, að „klaus- urnar" séu afsprengi þess andrúmslofts eins og hitt, að það hafi haldið verndarhendi sinni yfir þeim, ekki sízt vegna þess, að Nor- dal segir: „Líklega hefur Fósthræðra saga verið skrifuð upp oftar en einu sinni af Þingeyramunkum milli 1210 og 1380. Hand- rit slitnuðu og gengu úr sér, svo að þau þurfti að endurnýja." (Isl. fomr. VI, bls. LXXVI). Þó staðir svipaðir „klausunum" hafi ekki fundizt í yngri sögum, sannar það vitaskuld ekki neitt. Munkar, hvort sem var á Þing- eyrum eða annarstaðar, gátu jafnt á 13. öld sem 12. haft aðgang að latneskum lækninga- doðröntum og þvíumlíku, en í „klausun- um“ þykist Nordal kenna áhrifa frá slík- um bókmenntum. Eg hef verið svona langorðui um þessar svonefndu „klausur“ vegna þess að þær koma mjög við sögu Þorgeirs og hafa að mínu áliti djúptæk áhrif á þá hugmynd, sem lesandinn fær um persónuna, allt eftir því, hvort þær eru teknar með í reikninginn eða ekki. Séu þær álitnar tilheyra sögunni, efni þeirra, þ. e. hetjudýrkunin, talin ein af stoðunum undir innri gerð Þorgeirs sem persónu, verður sagan að mínu áliti sjálfri sér sundurþykk og ósannfærandi. Vík ég að því nú innan skamms. Þetta atriði eitt finnst mér nægja til að sanna, að þær hljóta að að vera kæruleysislegt kák einhvers skrá- setjarans, en ekki teknar með, þegar grunn- urinn var lagður að sögunni. Eins og sagan er prentuð, með M sem aðaltexta og síðan II, eru tveir Þorgeirar í sögunni, allt eftir því hvort „klausurnar" fá þar einhverju að ráða eða engu. Annar er í dúr elztu sagn- anna: blönduð manngerð, gædd jákvæðum og neikvæðum eiginlcikum, tiltölulega raun- sæ. Hinn er í hreinum hetjusagnatón, algóð- ur, alfullkominn, — fyrirmynd. II 1 Mönnum kemur saman um, að breytingar verði á söguritun Islendinga varðandi af- stöðu liöfundanna til efnisins, þegar líða 25

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.