Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR af aljiýðu eða ekki. Lýsingar þessar eru oftast svo stuttar og hver annarri líkar, að jiær vekja enga sérstaka eftirtekt lesenda. Þyki höfundi aftur á móti hið venjulega „mikill ok sterkr" ekki nægja um menn og bæti við t. d.: „heldr nefljótr, jarpr á hár og fór vel“ eða „svartr á hár ok sveipr í hárinu“ eins og þeim Hallfreði og Kor- máki er lýst, þá vekja lýsingarnar strax at- hygli. Lýsingin í upphafi er síðan endurtekin lítið breytt einu sinni eða tvisvar, stundum oftar, í sögunni og eftir vissri reglu: I fyrsta lagi, ef hetjan slendur á tímamótum, býr sig undir að vega mann eða kemur úr aðför, fer utan eða þess háttar og síðan þegar hún fellur. Má h'ta á þá endurtekn- ingu sem einskonar eftirmæli, og er hún oft ýtarlegri en fyrri lýsing að því er afl og vöxt snertir, því að ]iá er horft yfir ævi- ferilinn, hetjudáðirnar. (Dr. A. Hruby: Zur Technik d. isl. Saga, Wien 1929). Birni Hítdælakappa er t. d. lýst aðeins tvisvar. I fyrsta kafla sögunnar þannig: „Bjöm var snimma mikill vexti ok rammr at afli, karlmannligr ok sœmiligr at sjá.“ — Eftir allan þvæling hans í útlöndum, j)ar sem hann leikur m. a. hlutverk Sigurð- ar Fáfnisbana, og eftir deilur hans og ótal víg heima, er honum allt í einu lýst síðast í sögunni, daginn sem hann gengur upp í fjöll að raka hross og í opið ginið á bana- mönnum sínum, tuttugu og fjórum talsins: „Björn var mikill maðr vexti ok vænn ok freknóttr, rauðskeggjaðr, skrúfhárr ok dapreygðr ok manna bezt vígr.“ Svona miklu ýtarlegri lýsing í sögulok er óvenjuleg og gæti stafað af j>ví, hve sundurlaus sagan er að gerð og anda. Þegar höfundar lýsa einhverri persónu f upphafi er það að vísu gert með fáum dráttum, en þó þannig, að ekkert, sem snertir persónuna síðar í sögunni, kemur að óvörum. Lýsingin er sá samnefnari, sem allar hinar ólíku gerðir hennar og tilsvör eru látin ganga upp í fyrr eða síðar. Stundum ber svo lítið á þessu, að mönnum sést yfir, þegar það gerist. Þó að þessu sé þannig farið, er ekki um neina fullgilda mynd af söguhetjunni að ræða, fyrr en búið er að athuga gerðir hennar og öll viðbrögð nákvæmlega, og hún er í rauninni dreifð út um alla sög- una; höfundur sýnir ef til vill með hverju nýju samtali aðrar hliðar á skapgerð henn- ar en fyrr var búið að varpa ljósi á. Oft er þetta gert með mjög íáum orðum, og síðan er persónan kannski aldrei látin tala á svipaða leið. Til þess að hægt sé að kynnast Þorgeiri Hávarssyni heldur höfundur fimm dyrum opnum: hann lýsir honum lítilsháttar að útliti, liann minnist á skapgerð hans, í þriðja lagi lætur hann manninn lala stund- um, liann lýsir því, hvernig liann vegur menn og í fimmta lagi, hvernig hann bregzt við ýmsum aðstæðum. Þannig er persónan eins og flatamiynd; verður til, sé dregin lína milli þessara fimm punkta. Lýsingar á útliti. Þorgeiri er þannig lýst í upphafi, bls. 123: „Hann var bráðgörr maðr ok mikill vexti ok sterkr ok kapps- fullr ...“ Áður en liann vegur mann í fyrsta skipti, er honum þannig lýst, bls. 128: „Mikill var hann vexti ok drengiligr í ásjónu, rammr at afli.“ Þegar hann fer utan lætur höfundur Ólaf konung segja, er jieir heilsast, bls. 159: „Þú ert mikill rnaðr vexti ok drengiligr í ásjónu." Þetta er allt, sem um útlit Þorgeirs stendur í sögunni. Verður ekki sagt, að hér sé um skýra mynd að ræða; skoða verður orðalagið: bráðgjör, mikill og sterkur sem myndamót, þ. e.: hér er ufn að ræða hugmynd fornmanna um karl- manninn, sérkenni einstaklingsins sitja á hakanum. Þetta minnir óneitanlega á tízku- teikningar blaða nú á dögum, þar sem allt

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.