Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Qupperneq 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR af aljiýðu eða ekki. Lýsingar þessar eru oftast svo stuttar og hver annarri líkar, að jiær vekja enga sérstaka eftirtekt lesenda. Þyki höfundi aftur á móti hið venjulega „mikill ok sterkr" ekki nægja um menn og bæti við t. d.: „heldr nefljótr, jarpr á hár og fór vel“ eða „svartr á hár ok sveipr í hárinu“ eins og þeim Hallfreði og Kor- máki er lýst, þá vekja lýsingarnar strax at- hygli. Lýsingin í upphafi er síðan endurtekin lítið breytt einu sinni eða tvisvar, stundum oftar, í sögunni og eftir vissri reglu: I fyrsta lagi, ef hetjan slendur á tímamótum, býr sig undir að vega mann eða kemur úr aðför, fer utan eða þess háttar og síðan þegar hún fellur. Má h'ta á þá endurtekn- ingu sem einskonar eftirmæli, og er hún oft ýtarlegri en fyrri lýsing að því er afl og vöxt snertir, því að ]iá er horft yfir ævi- ferilinn, hetjudáðirnar. (Dr. A. Hruby: Zur Technik d. isl. Saga, Wien 1929). Birni Hítdælakappa er t. d. lýst aðeins tvisvar. I fyrsta kafla sögunnar þannig: „Bjöm var snimma mikill vexti ok rammr at afli, karlmannligr ok sœmiligr at sjá.“ — Eftir allan þvæling hans í útlöndum, j)ar sem hann leikur m. a. hlutverk Sigurð- ar Fáfnisbana, og eftir deilur hans og ótal víg heima, er honum allt í einu lýst síðast í sögunni, daginn sem hann gengur upp í fjöll að raka hross og í opið ginið á bana- mönnum sínum, tuttugu og fjórum talsins: „Björn var mikill maðr vexti ok vænn ok freknóttr, rauðskeggjaðr, skrúfhárr ok dapreygðr ok manna bezt vígr.“ Svona miklu ýtarlegri lýsing í sögulok er óvenjuleg og gæti stafað af j>ví, hve sundurlaus sagan er að gerð og anda. Þegar höfundar lýsa einhverri persónu f upphafi er það að vísu gert með fáum dráttum, en þó þannig, að ekkert, sem snertir persónuna síðar í sögunni, kemur að óvörum. Lýsingin er sá samnefnari, sem allar hinar ólíku gerðir hennar og tilsvör eru látin ganga upp í fyrr eða síðar. Stundum ber svo lítið á þessu, að mönnum sést yfir, þegar það gerist. Þó að þessu sé þannig farið, er ekki um neina fullgilda mynd af söguhetjunni að ræða, fyrr en búið er að athuga gerðir hennar og öll viðbrögð nákvæmlega, og hún er í rauninni dreifð út um alla sög- una; höfundur sýnir ef til vill með hverju nýju samtali aðrar hliðar á skapgerð henn- ar en fyrr var búið að varpa ljósi á. Oft er þetta gert með mjög íáum orðum, og síðan er persónan kannski aldrei látin tala á svipaða leið. Til þess að hægt sé að kynnast Þorgeiri Hávarssyni heldur höfundur fimm dyrum opnum: hann lýsir honum lítilsháttar að útliti, liann minnist á skapgerð hans, í þriðja lagi lætur hann manninn lala stund- um, liann lýsir því, hvernig liann vegur menn og í fimmta lagi, hvernig hann bregzt við ýmsum aðstæðum. Þannig er persónan eins og flatamiynd; verður til, sé dregin lína milli þessara fimm punkta. Lýsingar á útliti. Þorgeiri er þannig lýst í upphafi, bls. 123: „Hann var bráðgörr maðr ok mikill vexti ok sterkr ok kapps- fullr ...“ Áður en liann vegur mann í fyrsta skipti, er honum þannig lýst, bls. 128: „Mikill var hann vexti ok drengiligr í ásjónu, rammr at afli.“ Þegar hann fer utan lætur höfundur Ólaf konung segja, er jieir heilsast, bls. 159: „Þú ert mikill rnaðr vexti ok drengiligr í ásjónu." Þetta er allt, sem um útlit Þorgeirs stendur í sögunni. Verður ekki sagt, að hér sé um skýra mynd að ræða; skoða verður orðalagið: bráðgjör, mikill og sterkur sem myndamót, þ. e.: hér er ufn að ræða hugmynd fornmanna um karl- manninn, sérkenni einstaklingsins sitja á hakanum. Þetta minnir óneitanlega á tízku- teikningar blaða nú á dögum, þar sem allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.