Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 43
ÞORGEIR HÁVARSSON miðjum ok þegar í gegnum hann, svá at hann fell í dyrrnar inn í fang þeim fylgð- armönnum sínum. Þorgeir snýr í brott þegar í náttmyrkrinu." Þessa söniu aðferð notar Þorgeir síðar í sögunni. Olafur helgi sendi hann að hefna misgerða, sem Strandamaður að nafni Þórir á Hrófá hafði haft í frammi við einn hirðmanna hans. Var Þorgeir fús mjög til fararinnar. Hann heilsar ekki Þóri, en ber strax upp erindi. Þórir hæðist að Þorgeiri og segir, bls. 185—186: „Vera má, at þú hafir konungs umboð, en varla þykki mér sem ek heyra konungs orð, þó at þú talir eitlhvert." Þeir talask við nökk- urum orðum, ok er minnst var ván, þá hleypr Þorgeirr at Þóri ok leggr spjótinu í gegnum hann. Lézk Þórir þegar, en Þorgeirr fór brott ok heim á Reykjahóla." — Báðir bændurnir höfðu spjót eitt að vopni,’ bls. 129: „Jöðurr tók spjót í hönd sér,“ bls. 185: Þórir tekr spjót í hönd sér ... ok setr spjóts- oddinn í þreskeldinn ...“ (Ljósvetninga saga kallar víg Þóris iaunvíg: „Þar lá fyrir skip Þorgeirs Hávarssonar ok hafði hann sekr orðit um sumarit um víg Þorgils frænda Grettis Asmundarsonar ok um laun- vígsmáls Þóris at Hrófá.“ ísl. fornr. X, bls. 143). I eitt skipti ennþá vegur Þorgeir mann í bæjardyrum. Það er, þegar þeir fara átta saman að drepa þá feðga á Sviðinsstöðum að undirlagi Sigurfljóðar. Var það í þann tíma, er þeir Þormóður „létu reiða yfir í ýmsa staði og voru miðlungi vinsælir." Fara þeir nú að „skapa skor ok jafna ójafnað", eins og Þorgeir kallar það, þegar hann seg- ir þeim feðgum erindið. En sennilega hefur hann týnt niður réttlætiskenndinni meðan á atlögunni stóð, því sagan segir svo bls. 139: „Þeir tóku hesta tvá, Þorgeirr ok hans menn ok klyfjuðu þá af mat, þeir ráku á brott þrjú naut, þau er helzt váru hold á, fara við svá búit aptr yfir fjörðinn.“ I bardaganum eru hinir helmingi lið- færri, eða f jórir, og búnir spjótum, og virð- ast þau hafa verið mjög algeng vopn, bls. 24: „tekr sitt spjót hvárr þeira í hönd sér, ganga til hurðar" o. s. frv. Fóstbræður hanna förunautum sínum að særa þá feðga “því at þeir vildu sjálfir yfir þá stíga. — Bardaginn gekk í nokkru þófi, en lauk þó með drápi þeirra feðga, en húskarlar urðu sárir. Lýsingin á atlögunni er óljós. Svo virðist sem allir hafi barizt í bæjardyrunum, því sagan segir bls. 138: „Þeim Þorgeiri var dimmt að sjá inn í dyrrnar," og bls. 139: „Húskarlar Ingólfs hlaupa annat skeið út ok sæta áverkum við förunauta Þorgeirs.“ Ilafi fóstbræður barizt í dyrunum við þá feðga, sem ætla verður af setningunni hér á undan, hefur varla verið tiltækilegt fyrir húskarla að hlanpa út, því hæjardyrnar hafa sennilega ekki verið nema handa einum manni að ganga um, hvað þá ef f jórir menn skóku þar vopn. Fylgdarmennirnir sex hafa því orðið að standa aðgerðarlausir úti fyrir og næsta þarflaust að banna þeim að nota vopnin: þeir hafa ekki komizt að vegna þrengsla. Húskörlum feðga hefur hins vegar leiðzt að standa á bak við þá í göngunum og þess vegna smeygt sér annað slagið undir „vef darraðar“ í dyrunum til að fljúga á „statistana" á hlaðinu! Minnir þetta ósamræmi óneitanlega á það, er tuttugu vopnaðir menn stóðu kringum Björn Ifítdælakappa einhentan og á knján- um, meðan hann barðist ákaft með hrossa- klippur einar að vopni og særði marga, en hópurinn fékk ekki að gert. Þessi þrjú víg hafa ekki enn sýnt okkur bardagamanninn og hetjuna, sem „svo var öruggur í öllum mannraunum sem hið óarga dýr.“ Butralda drepur Þorgeir af vanstillingu sinni. Gistu þeir báðir í Gervidal um nótt án þess kastaðist í kekki. Daginn eftir fóru TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 33 3

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.