Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 43
ÞORGEIR HÁVARSSON miðjum ok þegar í gegnum hann, svá at hann fell í dyrrnar inn í fang þeim fylgð- armönnum sínum. Þorgeir snýr í brott þegar í náttmyrkrinu." Þessa söniu aðferð notar Þorgeir síðar í sögunni. Olafur helgi sendi hann að hefna misgerða, sem Strandamaður að nafni Þórir á Hrófá hafði haft í frammi við einn hirðmanna hans. Var Þorgeir fús mjög til fararinnar. Hann heilsar ekki Þóri, en ber strax upp erindi. Þórir hæðist að Þorgeiri og segir, bls. 185—186: „Vera má, at þú hafir konungs umboð, en varla þykki mér sem ek heyra konungs orð, þó at þú talir eitlhvert." Þeir talask við nökk- urum orðum, ok er minnst var ván, þá hleypr Þorgeirr at Þóri ok leggr spjótinu í gegnum hann. Lézk Þórir þegar, en Þorgeirr fór brott ok heim á Reykjahóla." — Báðir bændurnir höfðu spjót eitt að vopni,’ bls. 129: „Jöðurr tók spjót í hönd sér,“ bls. 185: Þórir tekr spjót í hönd sér ... ok setr spjóts- oddinn í þreskeldinn ...“ (Ljósvetninga saga kallar víg Þóris iaunvíg: „Þar lá fyrir skip Þorgeirs Hávarssonar ok hafði hann sekr orðit um sumarit um víg Þorgils frænda Grettis Asmundarsonar ok um laun- vígsmáls Þóris at Hrófá.“ ísl. fornr. X, bls. 143). I eitt skipti ennþá vegur Þorgeir mann í bæjardyrum. Það er, þegar þeir fara átta saman að drepa þá feðga á Sviðinsstöðum að undirlagi Sigurfljóðar. Var það í þann tíma, er þeir Þormóður „létu reiða yfir í ýmsa staði og voru miðlungi vinsælir." Fara þeir nú að „skapa skor ok jafna ójafnað", eins og Þorgeir kallar það, þegar hann seg- ir þeim feðgum erindið. En sennilega hefur hann týnt niður réttlætiskenndinni meðan á atlögunni stóð, því sagan segir svo bls. 139: „Þeir tóku hesta tvá, Þorgeirr ok hans menn ok klyfjuðu þá af mat, þeir ráku á brott þrjú naut, þau er helzt váru hold á, fara við svá búit aptr yfir fjörðinn.“ I bardaganum eru hinir helmingi lið- færri, eða f jórir, og búnir spjótum, og virð- ast þau hafa verið mjög algeng vopn, bls. 24: „tekr sitt spjót hvárr þeira í hönd sér, ganga til hurðar" o. s. frv. Fóstbræður hanna förunautum sínum að særa þá feðga “því at þeir vildu sjálfir yfir þá stíga. — Bardaginn gekk í nokkru þófi, en lauk þó með drápi þeirra feðga, en húskarlar urðu sárir. Lýsingin á atlögunni er óljós. Svo virðist sem allir hafi barizt í bæjardyrunum, því sagan segir bls. 138: „Þeim Þorgeiri var dimmt að sjá inn í dyrrnar," og bls. 139: „Húskarlar Ingólfs hlaupa annat skeið út ok sæta áverkum við förunauta Þorgeirs.“ Ilafi fóstbræður barizt í dyrunum við þá feðga, sem ætla verður af setningunni hér á undan, hefur varla verið tiltækilegt fyrir húskarla að hlanpa út, því hæjardyrnar hafa sennilega ekki verið nema handa einum manni að ganga um, hvað þá ef f jórir menn skóku þar vopn. Fylgdarmennirnir sex hafa því orðið að standa aðgerðarlausir úti fyrir og næsta þarflaust að banna þeim að nota vopnin: þeir hafa ekki komizt að vegna þrengsla. Húskörlum feðga hefur hins vegar leiðzt að standa á bak við þá í göngunum og þess vegna smeygt sér annað slagið undir „vef darraðar“ í dyrunum til að fljúga á „statistana" á hlaðinu! Minnir þetta ósamræmi óneitanlega á það, er tuttugu vopnaðir menn stóðu kringum Björn Ifítdælakappa einhentan og á knján- um, meðan hann barðist ákaft með hrossa- klippur einar að vopni og særði marga, en hópurinn fékk ekki að gert. Þessi þrjú víg hafa ekki enn sýnt okkur bardagamanninn og hetjuna, sem „svo var öruggur í öllum mannraunum sem hið óarga dýr.“ Butralda drepur Þorgeir af vanstillingu sinni. Gistu þeir báðir í Gervidal um nótt án þess kastaðist í kekki. Daginn eftir fóru TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 33 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.