Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 50
TIMARIT MALS OG MENNINGAR um meira gagn en hún. Er [>að margra manna mál, að einmitt hún hafi fleytt þjóð- inni yfir hörmungar miðalda. Hún hefur það á stefnuskrá sinni að varpa ljósi á marg- ar beztu og þörfustu dyggðir mannsins að starfi á örlagaríkum stundum. En hún er ekki sagnfræði og getur ekki lijálpað til við hlutlægt mat á sögualdarmönnum. Hún er hugsjón. Að mínum dómi á því hin ráðríka dýrkun, sem birtist í „klausunum" ekki heima í Fóstbræðra sögu sem annars er í liópi hinna raunsæjustu sagna og laus við að predika. Markmið hennar er það eitt að segja frá, ekki að kenna, hún er frásögn af sögulegum viðburðum. GERPLA I Það leikur ekki á tveim tungum, að Gerpla er ein mesta nýlunda í bókmenntum okkar. Margir h'ta hana hornauga, um það tjáir ekki að sakast. Skilningur höfundar á mörgum persónum bókarinnar fellur í grýtt- an jarðveg hjá Islendingum, enn sem kom- ið er að minnsta kosti. Ósjálfrátt bera þeir þær sarnan við fyrirmyndir sínar í fornsög- unum. En það er vafamál, hversu réttmætt er að tala um skilning höfundar, t. d. á Þor- geiri Hávarssyni í Fóstbræðra sögu. Um skilning hans á persónunni væri að ræða, ef hann með Gerplu tæki sér fyrir hendur að útskýra Þorgeir eins og hann birtist þar. Þá væri höfundur að kássast upp á jússu bók- menntafræðinga. En það mun ekki ætlun lians. Hinsvegar hefur Laxness látið þá ' skoðun í ljós (Minnisgreinar um fomsög- ur), að Islendingasögur, hinar stærri og merkari þeirra að minna kosti, spegli fyrst og fremst samtíð höfundanna, 13. öldina, túlki hugsjónir hennar og lífsskoðun, per- sónurnar eru sniðnar að smekk hennar, tala heint til hennar. Samkvæmt þessu er sögu- öldin ekki óhagganlega sú, sem birtist í ís- lendinga sögum, heldur aðeins söguöld í augum 13. aldar manna. Þetta atburðaríka tímabil er einskonar hráefni, sem hverri öld er heimilt að nota í list sinni og láta persón- ur þess flytja þann boðskap, sem mest þörf er fyrir á hverjum tírna. Því er Gerpla skuggsjá 20. aldar. Gerpla er um byggingu að heita má al- gjör Islendingasaga, þ. e. a. s. höfundurinn nýtir það form eins og frekast er kostur. Helztu frávik eru þau, að niður eru felldar nafnaþulur og annað, sem annálakennt er að finna í sögunum. Þetta gerir bókina vita- skuld aðgengilegri. Heusler kennir hinni annálakenndu íslendingasögu, sem eftir sé í Njálu, ura að hún hlaut ekki slíkan sess í hugum manna út um víða veröld sem Don Quixote. Með Gerplu finnst mér óneitanlega, að Laxness sé á vissan hátt orðinn okkar íhalds- samasti rithöfundur, þar sem hann er sá eini af skáldsagnahöfundum þessa tíma, sem heldur fast í það listform, sem forfeður okkar urðu til að skapa og er kannski eina listformið, sem Islendingar hafa fært Vest- urlöndum. Hið eina, sem finna mætti að í þessu sambandi, er, að stíllinn mun víða í skrautlegasta lagi, sé hann borinn saman við hófsemi fornsagnahöfunda í því efni. Innri gerð sögunnar er algerlega að hætti Islendingasagna: hvergi eintöl en tvítöl í staðinn, þar sem tækifæri gefst til að skyggnast inn í persónurnar; þess á milli allhröð, hlutlæg atburðarás. Varla nokkur- staðar staldrar höfundur við til að koma sjálfum sér að, kemur ekki fram fyrir tjald- ið til að hallmæla eða hrósa persónum þátt- arins á undan eða eftir. Skoðunum hans er ekki önnur leið opin en persónurnar sjálfar, gerðir þeirra og tilsvör. í Gerplu, sem í ís- lendinga sögum, er oft með orðum manna eða vitrunum gefið til kynna, hvað síðar 40

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.