Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Side 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liann nam í bernsku. I stað þeirra klingir nú viS eyrum, hls. 182: „Eingi heiiagur ilúnmr er svo múttugnr aS hann fái lilíft ]icim manni er trúir sjáljum sér, ajli sírm og hreysti, jríSleik eSa heilsu, visku eSa lœr- (lómi: mun sá fyrstur falla er þessu treystir mest.“ A bls. 183: „En því aSeins munu dauðlegir menn liafa sigur á sínum óvinum, að þér skuluð fyrst láta verða fyrir Kristi fé yðvart og frama, fríðleik og heilsu og afl og visku og lœrdóm og hugprýði“ (leturbreyt- ing mín). ÞaS er sannariega sorgleg staSreynd, aS hiS fyrsta, sem Þorgeir heyrir menn tala um úti í heiminum, skuli reynast algjör kúvend- ing á hans eigin hamalíerdómi og lífsspeki, enda: „þótti honum illu spá er geitur svartar hræktu eftir honum þar sem liann fór“ (bls. 184). Þorgeir gerist nú víkingur og týnist næst- um sjónum lesandans, nema hvaS hann stingur annaS veifiS upp kollinum. Er fim- iega á því haldiS, hvernig persónan er hægt og hægt látin deyja út, ef svo mætti aS orSi kveða, eins og stef í tónverki, stef, sem raknar upp og hverfur loks alveg inrr í hina ið'andi margbreytni. En áSur en Þorgeir hverfur aS fullu úr sögunni, er honum veitt eitt tækifæri enn til aS snúa baki viS eltingarleik sínum, gerast nú mennskur maSur og lifa lífinu eins og þaS getur friSsælast og bezt orSiS. Fram á síSustu stund er lesandinn í vafa um, hvað úr verður, því sannarlega er Þorgeir ekki til stórræðanna, þegar hér er komið, fársjúkur eftir eitrað höggormsbit, eigandi allt sitt undir hjálp tnanna. Fyrst segir frá því, að ungur smaladreng- ur suður á Frakklandi rekst á hann liggj- andi á jörðinni og leiðir hann til manna; bls. 254: „Og sem þeir koma nokkuð framm- eftir skógarstígnum verður fyrir þeim bóndahús lágt undir hám baðmi, og blakir laufið yfir þekjunni; þar leiðist upp eimur úr skorsteini seint og latlega í morgunkyrr- unni, en í nátthaga jórtra döggum drifnar kýr.“ Allt ber vitni um friðsæld og unað óbrot- ins lífs, og sérhvert smáatriði virðist nú stuðla að ])ví að opna augu Þorgeirs fyrir hinum sönnu verðmætum þessarar jarðvist- ar. Innanhúss er allt á sömu bókina lært og úti í morgunkyrrðinni, bls. 254: „— en í öðru horni svaf kona berkyrtluð hjá barni sínu blautu og seyddi drafla yfir hægum eldi við hlið sér í svefninum; digrar smjör- skökur stóðu á hillu, og svo ostar forkunn- legir, en úr rótinni héngu ofan bundin með kálkrist og unjan og krof ágætleg." Konan vaknar og hjúkrar Þorgeiri sem hczt hún kann, færir honum mat og „gerði manninum hvílu“. En það cr langt frá því, að Þorgeir hafi fengið sig fullsaddan af vonbrigðum í útlandinu, því þetta verður honum á munni, bls. 254: „Hér er lítil orðin frægð norrænna manna.“ Honum er boðið að setjast að á bæ þess- um, ganga að eiga konuna, sem er ekkja manns, sem Þorgeir hafði vegið í bardaga skömmu áður, en hann hafnar því tilboði. Þar með veit lesandinn „að þar fór sá líkþrármaður, er víst skal þola háðulegan dauða nokkurn dag, hveimleiður og fjarri manna ténaði" (bls. 260). Þetta voru þau orð, sem Rúðukerling breytir á eftir Þor- geiri, þar sem liann staulast burt frá húsinu í leit að mönnum að berjast við. Og endar þar saga hans. Eins og áður hefur verið sagt, er höfund- ur að deila á hina sjúklegu dýrkun aflsmun- arins, á tilbeiðslu orðstírsins, þegar svo er komið að fórna verður öllu, sem gerir mann- legt líf þess virði, að því sé lifað. Þar með er ekki sagt, að deilt sé á hetjuhugsjónina í heild, því innan vébanda liennar voru í hciðri hafðar ýmsar þær dyggðir, sem beztar eru, svo sem orðheldni, trúfesti, hreinlyndi, 50

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.