Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Blaðsíða 65
BRÚIN Á SLÉTTUNNI auvirðilegur og reiðigjarn sem stjörnurnar — svo þreytandi sem þær voru í allri sinni oíurgnægð. Engin mannvera kom hingað til að heimsækja okkur; við vorum þegar húnir að kynnast hver öðrum utast og innst: sérhver okkar vissi allt um eiginkonu hins, börn hans, heimili eða ástkonu. Það var eins og við hefðum þegar tjáð hver öðrum allt, sem orð yrði á haft. Hvað sjálfan mig snerti var ég farinn að halda, að ég myndi aldrei framar komast burt úr þessum stað; ég trevsti því ekki lengur, að nokkursstaðar fyrirfynd- ust bæir, götur og hús, sem það heiti ættu raunverulega skilið. Við héldum til í bröggum; þeim hafði verið lirófað upp einhvernveg- inn, smám saman og af vankunnáttu; í rauninni varð afleiðingin sú, að við stóðum í stöðugu og milliliðalausu sambandi við náttúrur landsins og loftslag. Fréttablöð bárust okkur til vinnustaðarins með póstmanni frá smábæ einum tugi kílómetra burtu; þegar hann drakk ekki drýgra en vani hans var, komu blöðin aðeins degi of seint; þegar hann saup öllu hressilegar voru þau tveim dögum á eftir áætlun; og þjáðist hann af eft- irköstum, vissum við ekki vikulangt, hvað uppi var á teningnum í heims- byggðinni. Stefan steypusmiður veitti honum ráðningu eitt sinn, en það stoðaði ekki par; öldungis hið gagnstæða — nýjárskveðjur, sem venzlafólk okkar sendi, bárust okkur fyrst uppúr þrettándanum. Að haustinu vætlaði rakinn inn í braggann okkar; þá þrifum við ljós- myndirnar af ástvinum okkar niður- af veggjunum og geymdum þær niðrií trékistlum undir setbálkunum. Að vetrinum gnauðaði stormurinn í ofvæni; svört sótský stóðu frá járn- eldstónum og hlóðust í fitukenndum og seigþykkum lögum á föt okkar; við voruin með linnulaust kvef; raddir okkar líkastar hæsidrunum ölvaðra manna. Við hætturn að raka okkur og þvo okkur, þvíað til þess var alltof kalt í bröggunum; Kazi- mierz með sitt svarta skegg leit út eins og stigamáður á vegum úti; pallasmiðurinn, hinn gráhærði Kam- inski, líkastur yfirbiskupi grískrar kirkju; Stefan frá Marymont, með sítt tjúguskeggið, kom manni til að hugsa urn broslega fígúru í söngleik; og vesaldarlegastur allra var ég sjálf- ur. Eg hef óverulegan skeggvöxt: fá- einar tjásur hér og hvar; menn leyfðu sér því að efast um, að ég hefði nokkru sinni komizt í snert- ingu við vatn, að undanskildu því baði sem mér hafði verið veitt við tilkomu mína í heiminn. „Gefum skít í það allt,“ sögðum við. „Bara-það fari að vora.“ Vorið kom; seint og um síðir, nístingskalt og stórum lakara haust- inu. Einn daginn óstjórnleg rigning, annan daginn krapasnjór; stórmur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.