Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1957, Page 77
FRÁ UNGVERJALANDJ andi meirihluti ungversku þjóðarinn- ar mundi hafa varið ávinninga sósíal- ismans, alveg eins og hann er reiðu- búinn að verja þá aftur nú. Leiðtogar gagnbyltingarinnar voru svo ráðugir að velja sér kjörorð, sem gátu komið þeirri trú inn hjá almenningi, að þeir væru að berjast fyrir eins konar lýð- ræðislegum sósíalisma, er virða mundi þjóðlegar erfðavenjur, en sam- tímis- reiddu þeir allt frá upphafi öxi sína til höggs að sjálfum rótum sósíal- ismans. Gagnbyltingarsinnar fóru ekki að boða opinberlega kjörorð sín um endurreisn kapítalismans fyrr en síðustu dagana í október. Mánuðina á undan októberatburð- unum var þannig bæði opinber og leynileg mótspyrnuhreyfing, er koma vildi Rakósístjórninni frá. Það voru einkum menntamenn, er forustu höfðu fyrir þeim, er störfuðu opinber- lega, þeir vildu stefna að uppbygg- ingu sósíalistísks skipulágs með því að endurreisa lýðræðið í opinberu lífi, bæði á félagslegu og efnahagslegu sviði. Þróunin í lýðræðisátt var þeg- ar byrjuð, en stirðleiki og andstaða gömlu föringjanna, er vildu halda völdum sínum, gerði þjóðina óþolin- móða. Þeir, sem störfuðu í leyni, vildu endurreisa stjórn landaðals og kapí- talista með vopnaðri uppreisn. Þegar komið er að atburðunum 23. október og dagana þar á eftir, er rétt að vitna til nokkurra staðreynda, sem sanna, að um var að ræða raunveru- lega gagnbyltingarhreyfingu í Ung- verjalandi. Fyrst er rétt að vitna í ummæli í grein eftir fréttaritara „Daily Mail“ og birt var 25. október: „Ég hef snætt miðdegisverð síðustu dagana með frjálsum mönnum, sem síðastliðið ár hafa unnið að því að skipuleggja þá uppreisn, er brauzt út í þessari viku.“ Atburðirnir 23. okt. voru vissulega framkallaðir af óyfirlögðum aðgerð- um ungra menntamanna og háskóla- stúdenta. En kröfugöngumönnum var þegar beint að yfirlögðu ráði að út- varpsstöðinni, miðstöð símasambahds við útlönd, vopnageymslum og sam- göngumiðstöðvum. Það er kannski ekki úr vegi að geta um eitt atvik. Eftir töku útvarpsstöðvarinnar voru kommúnistarnir, sem störfuðu þar, lokaðir inni í herbergi einu og skildir eftir í umsjá vopnaðs stúdents. Þegar hann var orðinn einn eftir, sleppti hann föngunum og sagði, að hann hefði ekki ímyndað sér, að það byrj- aði svona. Hinn 25. okt. skýrði ungur maður á ferðaskrifstofunni IBUSZ, sem unn- ið hafði þar í nokkra mánuði og ver- ið kosinn í verkamannaráð, frá því. að hann hefði starfað á skrifstofunni undir röngu nafni og að hann hefði snúið heim til Ungverjalands frá Vesturlöndum fyrir fjórum mánuðum til þess að taka þátt í undirbúningn- um undir vopnaða uppreisn. Veitið því einnig athygli. að vopn- 67

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.