Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 15
ALDAKMINNING ÞOKSTEINS EKLINGSSONAK
sinni á fegurðinni. Og þessum ljóðum velur hann einmitt oftast það forin sem
orðið hafði einskonar hringabrynja smælingjans í andófi hans gegn harð-
stjórum himins og jarðar.
Eins og frægt er orðið snerist Jónas Hallgrímsson snöfurlega gegn rímna-
kveðskapnum — og ekki að ástæðulausu — en orti sjálfu'r, auk erlendra fyrir-
mynda, undir háttum eddukvæða og tókst þannig að ná meiri heiðríkju í
tunguna en nokkru öðru skáldi fyrr og síðar. Sé jafnað til hljóðfæra mætti
kannski segja að hann sé hinn óviðjafnanlegi slaghörpuleikari í íslenzkri
ljóðagerð.
Byltingaskáldið Þorsteinn Erlingsson fann aftur á móti að í rímnaháttunum
eins og þeir hljómuðu í fegurstu vísum Sigurðar Breiðfjörðs — sólin klár á
hveli heiða, þegar ég tók um hrundar hönd með hægu glingri — fólust töfrar
fiðlunnar: hinir angurblíðu, dveljandi tónar þess sem elskar og þreyr. Slíkuin
arfi vildi hann ekki glata, heldur fara að dæmi Jónasar um edduhættina: blása
nýju lífi í þetta dýra, afvegaleidda form — og það tókst honum.
Undir þessum háttum yrkir hann stundum löng kvæði í þeim dúr að fremur
líkist tónlist en orðlist: það er sem boga sé strokið um huldustrengi, málið
leysist upp í einhvern undursamlegan seið sem ekki verður skilgreindur —
margoft þangað mörk og sund, litla skáld á græni grein, j)ú ert hljóður ])röstur
minn og svo framvegis. Ellegar ])á braghendan til ættjarðarinnar sem hann
kallar Ljóðabréf og byrjar svona:
Sittu heil með háan fald við heiðan boga,
vor og Ijós um völl og haga,
vatnahljóð og langa daga.
Bæði heiti ljóðsins og háttur segja til um hina rönunu rót skáldsins. Þetta
er í senn sjálfsjátning og ástarjátning svo blátt áfram og einlæg að það er sem
allt hafi fallið ósjálfrátt í stuðlana. Þarna segir hann móður sinni við heim-
skautsbauginn frá draumum sínum og basli í útlegðinni, af henni kveðst hann
hafa skapið erft, en þó sitthvað kunni að láta misjafnlega í eyra hefði hann
ávallt feginn viljað syngja betur. Undir lokin er sem Markarfljót, móða bylt-
ingarinnar, taki að duna að baki, hann allt að því bítur í skjaldarrendur —
og endar svo á þessari vísu:
Alltaf má ég augum sonar á þig renna,
en nú er vængjum vona minna
vaxið haf til stranda þinna.
189