Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 21
HVERNIG ÞAÐ BYRJAÐI
strangar fyrirskipanir og ávítur. Hon-
um lék líka grunur á að hyggilegast
væri að fylgja þeim sem höfðu völdin
og því varð hann eftir margar koll-
hnísur sósíaldemókrati og ásetti sér
að halda fast við þá skoðun þó aldrei
væri hann fyllilega sannfærður um
ágæti hennar. En hann treysti sér ekki
að fylgja kommúnistunum, alþjóða-
hyggja þeirra stríddi um of gegn
snemmlærðri þjóðardýrkun hans.
5.
Þegar hann hafði lokið námi í
menntaskólanum gerðist hann, fyrir
atbeina föður síns, starfsmaöur á
einni skrifstofu borgarinnar. Lokið
var hinu áhyggjulausa og fjöruga lífi
skólapiltsins, en hann syrgði það ekki.
Hann sá ekki heldur eftir að skilja við
skólabræður sína og hann hafði enga
löngun til háskólanáms.
í fyrstu var hann hreykinn af at-
vinnu sinni og staðráöinn í að sýna
félögum sínum og öðrum að hann
væri ekki minni maður en þeir. Hann
ætlaði að verða háttsettur embættis-
maður sem þeir yrðu að leita til auö-
mjúkir og lúta úrskurði hans. Hann
skyldi þjóna vel húsbændum sínum og
fá sína umbun fyrir.
En brátt fór að syrta í álinn. Lág
laun og dýrtíð gerðu að engu vonir
hans um góðan efnahag og hann fékk
fljótt þá reynslu að starfsfélagar hans
og yfirmenn voru ekki mjög frá-
brugðnir skólabræðrum hans og
kennurum. Og það sem verst var:
Hermann Kreittner var hinn sami. Sú
mikilfenglega breyting sem hann
hafði verið viss um að mundi fara
fram á honum lét ekki á sér bæra.
Skrifstofan var dimm og óyndisleg.
Eldra starfsfólkið lét hann finna hve
mikill græningi hann var í þessari
flóknu skriffinnsku og stúdentsmennt-
un hans var ekki í háu gildi, því þarna
voru lögfræðingar og aðrir mennta-
menn innanum. Yngstu mennirnir
voru kærulausir og kaldir náungar
sem ekki ætluöu sér að staðnæmast í
þessum hundsrassi. Hann átti ekki
samleið með þeim, og vélritunarstúlk-
urnar voru verur sem hann óttaðist.
Stuttpilsaðar með drengjakoll og mál-
aðar varir og neglur töluðu þær
tungumál sem hann naumast skildi.
011 framkoma þeirra minnti meira á
götulíf og opinbera skemmtistaði en
alvarlega skrifstofu eða heimilislíf.
Hermann Kreittner var ennþá utan-
veltu og ofurseldur vanmáttarkvöl-
inni sem fyrr.
Þannig leið tíminn. Utan veggja
skrifstofunnar var háð grimm og seig-
drepandi barátta um metorð auð og
völd. Þjóðir Evrópu léku hráskinns-
leik stjórnmálanna sem engan endi
virtist eiga vísan og Hermann hinn
unga grunaÖi ekki hve hvatir margra
nafntogaðra manna, sem ljómi áróð-
ursins lék um, voru skyldar hans innri
manni. Hann reyndi, með fremur
195