Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 71
BREF TIL BORIS PASTERNAKS
menntastéttinni ýmist í bókstaflegum
eða siðferðislegum skilningi. Sam-
kvæmt því sem ráöið veröur af skáld-
sögunni um álit höfundar á liðinni
tíð í sögu lands okkar og einkum þó
á fyrstu tíu árunum eftir október-
byltinguna þá var þessi bylting skyssa
sem varð þeim bluta menntastéttar-
innar sem studdi hana og tók þátt í
henni til ómetanlegs tjóns og hefur
síðan ekki haft í för með sér annað
en illt eitt.
Því fólki sem áður fyrr las eftir yð-
ur ljóðabækurnar „Árið 1905“,
„Schmidt liðsforingi“, „Endurfæð-
ing“ „01dur“ og „Með morgunlest-
unum“, ljóð sem að minnsta kosti
okkur finnst gædd öðrum anda og
flytja annan boðskap en skáldsaga yð-
ar, því fólki hlýtur skáldsagan að
koma óþægilega á óvart.
Við höldum að okkur skjátlist ekki,
þegar við segjum, að sagan um líf og
dauða Zívagos læknis sé að yðar
hyggju jafnframt saga um líf og
dauða rússnesku menntastéttarinnar,
saga um það, hvernig hún gekk til
móts við byltinguna, hvernig henni
reiddi af í byltingunni og hvernig
hún leið undir lok af völdum bylting-
arinnar.
í skáldsögunni veröur vart greini-
legra vatnaskila, enda skiptið þér
henni sjálfur í tvo hluta. Þessi vatna-
skil eru sem næst milli fyrsta þriðj-
ungs sögunnar og þess sem þá er eftir.
Þessi vatnaskil eru árið 1917, vatna-
skilin milli þess sem menn væntu sér
og þess sem varð. Á undan þessum
vatnaskilum bjuggust söguhetjur yð-
ar ekki við því sem varð, og eftir
vatnaskilin fer það að koma fram
sem þær vænti sízt, það sem þær ekki
vildu, og það sem þér segið að hafi
haft í för með sér tortímingu fyrir
þær, í bókstaflegum eða siðferöisleg-
um skilningi.
Fyrsti þriðjungur skáldsögu yðar
sem nær yfir tuttugu ára tímabilið
næst á undan byltingunni ber ekki
greinileg merki fjandskapar í garð
þessarar byltingar sem þá var á næsta
leiti. En trúlega má finna rætur fjand-
skaparins einnig þar. Þegar lengra
líður á söguna og þér fariÖ að lýsa
byltingunni sem þá var um garð geng-
in, verða viðhorf yðar ákveðnari og
sýna fullan fjandskap í garð bylting-
arinnar. En áður en þar er komið, í
fyrsta þriðjungi verksins, stangast
viðhorf yðar á: þar komið þér með
innantóm orð þar sem þér viðurkenn-
ið að borgaralegur eignarréttur og
misrétti hins borgaralega þjóðfélags
séu óréttlæti og þér látið yður ekki
nægja að afneita því sem hugsjón,
heldur teljið það einnig óhæft fyrir
mannkynið í framtíðinni. En strax og
þér hafið komið með þessar almennu
yfirlýsingar og farið að lýsa sjálfu
lífinu, fólkinu, sem ræður þessu borg-
aralega óréttlæti, menntamönnunum
sem nota menntun sína til að við-
halda þessu sem þér viöurkennið að
245