Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 119
FRIÐLYST LAND
orðin pólitísk staðreynd á heimsmœlikvarða. Það, sem þessu veldur að hans
dómi, er umfram allt hin nýja hertækni vetnissprengjunnar og annarra kjarn-
orkuvopna.
Hinn heimsfrægi enski heimspekingur Bertrand Russell hefur mjög látið
friðarmálin til sín taka að undanförnu, og hann hefur ósjaldan kveðið skýrt á
um þá skoðun sína, að friðarvon mannkynsins sé framar öllu öðru tengd gengi
hlutleysisstefnunnar og því, að hlutlausu þjóðunum megi auðnast að heita
áhrifum sínum til góðs. Russell ræðir um hinar tvær hernaðarblakkir, er
standa livor andspænis annarri alvígbúnar og þó óttafullar um það, að til
hildarleiks kunni að koma, og hann segir: Ef samkomulag ætti að nást um að
afnema styrjaldir, yrði það að vera fyrir meðalgöngu einhverra vina. í því
efni er engum til að dreifa nema hlutlausum þjóðum. — Ef ég ætti heima í
hlutlausu landi, segir Russell enn fremur, myndi ég freista jjess að þrýsta ríkis-
stjórnum allra annarra hlutlausra landa, er á orð mín vildu hlusta, til þess að
ganga fram fyrir skjöldu og reyna að fá báða aðilana til að neita sér um stríðs-
ógnanir í stjórnmálaþrasi sínu. Og enn segir hann: Sérhver ríkisstjórn hlut-
lausrar smájsjóðar ætti að telja Jrað frumskyldu sína að reyna að tryggja það
af fremsta megni, að jijóð hennar héldi áfram að vera til, en eina vonin til
Jiess, að svo megi verða, er að reyna að miðla málum milli austurs og vesturs
á jiann veg að afnema styrjaldir.
— Hér hafa nú verið dregin fram rök og ýmsir hinna dómbærustu manna í
heiminum leiddir til vitriisburðar um Jrað, að hlutleysisstefnan er síður en svo
úrelt né ótímabær. Hitt er heldur, að hún hafi aldrei verið tímabærari en nú,
aldrei lífsnauðsynlegri mannkyni Jiessarar jarðar.
Formælendum Atlantsbandalagsstefnunnar hér á landi gæti verið nytsam-
legt í Jiessu efni að kynna sér unnnæli bandaríska stjórnmálamannsins George
F. Kennans, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu og eins af trum-
kvöðlum Atlantsbandalagsins. Kennan flutti erindaflokk í brezka útvarpið
skönnnu fyrir áramótin, er hann nefndi „Kjarnorkan, Rússland og vestur-
lönd“.
Frumkvöðull Atlantsbandalagsins telur það vera
ó villigötum
Atlantsbandalagið er á villigötum statt, sagði Kennan, og Jiörf er gagngerðr-
ar breytingar á stefnu þess, ef hún á ekki að leiða til styrjaldar.
Kennan minnist þeirra daga árið 1948, Jjegar hann vann að Joví að semja
stofnskrá bandalagsins, og segir:
293