Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 25
HVERNIG ÞAÐ BYRJAÐI
frammi fyrir sínum tryggu fylgis-
mönnum.
Allir dáðust að hugrekki hans og
fórnfýsi, líka þeir sem dælt höfðu
vatni á einkennisbúning hans áður en
hann gekk inn í salinn.
Hermann varð blátt áfram berg-
numinn af ræðu og framkomu þessa
mikla manns. Héðanaf var vegur hans
beinn, leið hans stikuð. Hann skyldi
fórna öllu fyrir þennan mann. Nú var
ekki lengur um neitt málefni að ræða,
þessi maður var alvaldur, á hann varð
að trúa. Og nú kom það sér vel að
hinn fyrrverandi liðsforingi, sem
hrundið hafði Hermanni út á þessa
hamingjubraut, mátti sín nokkurs og
gat kvnnt Hermann fyrir foringjan-
um.
Upp úr þessu fara tíðindin að ger-
ast með meiri hraða en áður. Her-
mann segir upp starfi sínu á skrifstof-
unni og verður stormsveitarforingi.
Hann fer að skipuleggja athafnir og
getur sér nafn fyrir.
Tíminn líður viðburðaríkur og
spennandi unz kemur nótt hinna löngu
hnífa, þegar foringinn með eigin
hendi og aðstoð sinna tryggustu fylgi-
fiska útrýmir mörgum af sínum
gömlu félögum sem voru að verða
hættulegir keppinautar hans í valda-
haráttunni. Þá er hann kvaddur til
fylgdar foringjanum og stendur hon-
um næstur á hinum örlagaþrungnu
augnablikum.
Nú sendist stjarna Hermanns, björt
og skær, upp á himininn, þar sem hún
á eftir að skína lengi. Hann fær tign-
arstöðu í her foringjans og gæfan
brosir einnig við einkalífi hans: Hann
kvænist fagurri konu. Hún var að vísu
gift áður en skildi við manninn sem
var gyðingur er flýði land þegar búið
var að taka eignir hans og lífi hans
var hætt.
Hermann var ákaflega hreykinn af
sinni fögru frú og honum duldist ekki
að félagar hans öfunduðu hann af
henni. En eins og vant var reyndist
veruleikinn Hermanni dálítið öðru-
vísi en hann hafði hugsað sér. Þó
konan væri hrifin af sínum glæsilega
stríðsmanni og sparaði ekki við hann
elsku sína lét hún hann fljótt skilja að
tilgangur lífsins væri annað og meira
en leika hlutverk turtildúfna. Hún var
vön kostnaðarsömu samkvæmislífi,
því fyrri maður hennar hafði verið
forríkur kaupsýslumaður, og það var
ekki ætlun hennar að setja á nokkurn
hátt ofan við hina nýju skipun mál-
anna í föðurlandi hennar. Til lítils
hafði hún losað sig við úreltan og
snauðan mann og gifzt inn í hring
þeirra sem réðu framtíðinni ef það
átti að skerða lífskjör hennar. Her-
mann varð að hafa sig allan við til að
geta séð henni fyrir peningum til
heimilis og einkaþarfa. Hann lenti út
í smávegis brask með starfsfélögum
sínum sem lag höfðu á því að láta rík-
ið bera ýmsan kostnað sem strangt
tekið var persónuleg útgjöld þeirra
199