Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 37
SPRENGJAN OG BUDDAN
vetnissprengjur, án þess hann Her-
mann Jónasson hafi hugmynd um
það. Og þetta er ég sannfœrður um
að þœr hafa gert og eiga eftir að
gera.
Nei, ætli þetta skeytingarleysi al-
þingismanna stafi ekki af því að þeir
hugsi eitthvað líkt og einn kunningi
minn, hernámssinni, sem ég ræddi
eitt sinn við um þessi mál. Hann
sagði: „Jú, það getur verið að Banda-
ríkjamenn séu stundum á sveimi með
vetnissprengjur hér í kringum okk-
ur. En þeir fljúga áreiðanlega ekki
með þær yfir byggðir okkar. Það
væri þá í hæsta lagi að þeir skryppu
með þær yfir öræfin eða eitthvað út-
yfir sjó.“
Þannig taldi hann sér trú um
að allt væri í stakasta lagi. Hann
virtist ekki hafa gert sér neina grein
fyrir því, hvað vetnissprenging er.
Því að sannleikurinn er auðvitað sá,
að við værum litlu bættari, jafnvel þó
þeir létu nægja að skreppa með vetn-
issprengjur yfir öræfin eða út yfir
sjóinn kringum landið.
Ein vetnissprenging í öræfum okk-
ar mundi gera meginhlutann af afrétt-
arlöndum íslenzkra bænda að slíku
eiturbæli, að þar yrði engri skepnu
líft.og geislunardauðinn mundi senni-
lega breiðast yfir allar okkar byggð-
ir. Munurinn á afleiðingum vetnis-
sprengingar í óbyggðum eða þéttbýli,
það yrði sem sé aðeins munurinn á
\dnnubrögðum dauðans. Hann yrði
skjótvirkari í fyrra tilfellinu, en í
seinna tilfellinu eitthvað seinvirkari,
— og þá sennilega líka að sama skapi
kvalafyllri. Annar yrði munurinn
ekki. í báðum tilfellum yrði bundinn
endi á tilveru íslenzku þjóðarinnar.
Og svo er það hinn möguleikinn,
að ósköpin gerðust einhversstaðar i
sjónum kringum landið. Og í því
sambandi er vert að benda á það, að
í nánd við Keflavíkurflugvöll eru
helztu fiskimið okkar. Sérhver flug-
vél sem fer uin þann völl, hlýtur að
fljúga yfir þau mið, annaðhvort þeg-
ar hún lendir eða hefur sig á loft.
Og ef nú þarna hrapar flugvél, til
dæmis á Selvogsbankanum, með þeim
afleiðingum að þar verður vetnis-
sprenging, hvað gerist þá? 011 þau
fiskiskip sem þarna yrðu stödd, en á
vetrarvertíð mundi það vera stór hluti
alls íslenzka fiskiskipaflotans, þau
skip mundu öll sökkva í einni svip-
an, og flóðbylgja jafnframt ganga á
land á strandlengju Árnessýslu og
Reykjanesskaga og raunar víðar og
færa þar allt í kaf. En þessi helztu
fiskimið okkar yrðu um leið gerð
svo geislavirk að úr þeim yrði ekkert
dregið nema eitraður fiskur um ófyr-
irsjáanlega framtíð.
Afleiðingin yrði auðvitað enn hin
sama. íslendingar þyrftu ekki um að
binda. Þjóðartilveru þeirra yrði lok-
ið.
Slíkur er sem sé sá háski sem steðj-
ar að íslendingum vegna hinna
211