Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 124
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
til afnota í 99 ár. Gegn þessu risu alþýðusamtökin í landinu, verkalýðsfélögin
fyrst og fremst, en forustumenn flestir vildu þjónkast herveldinu.
Sovétríkin liöfðu gerzt bandamenn Breta og Bandaríkjamanna í styrjöld-
inni og barizt við Þjóðverja í landi sínu, fórnað fleiri mannsiífum og verð-
mætum en dæmi voru til áður í nokkurri styrjöld, og að lokum veitt nazism-
anum rothöggið og sigrað Þjóðverja við hlið Bandaríkjamanna og Breta.
Eftir stríðið var það blásið upp, að Sovétríkin væru hættulegasti hernaðar-
máttur veraldar og hefðu í hyggju að ráðast með eldi og eimyrju á lönd og
jjjóðir, þar á meðal á ísland.
Þessi áróður hreif svo heiftarlega, að íslenzk stjórnarvöld hvörfluðu algjör-
lega frá yfirlýsingunni frá 1918, og gerðu samning við Bandaríkjamenn um
framhaldandi hersetu í landinu. Það var Keflavíkursamningurinn 1946.
Árið 1949 kórónuðu íslenzkir forráðamenn verk sitt og gengu í hernaðar-
bandalag, svo sem frægt er orðið, Norður-Atlantshafsbandalagið.
Árið 1951 var þó gengið feti lengra. Þá samþykkti Alþingi að „gera samn-
ing við Atlantshafsbandalagið um varnir Iandsins“, og þar með að Banda-
ríkjamönnum yrði leyfð hér Jiví nær ótakmörkuð herseta og aðstaða til að
hreiðra um sig með vígvélum í landinu.
Þannig hlulleysi samþykktu alþingismenn árið 1951, og var þá flestu öfugt
snúið frá sjálfstæðisbaráttu feðranna og heitum jieirra til barna framtíðar-
innar.
Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins stóðu 43 alþingismenn að samjiykkt-
inni: 19 Sjálfstæðismenn, 17 Framsóknarmenn og 7 Alþýðuflokksmenn. „Að-
eins kommúnistaþingmennirnir 9 eru andvígir raunhæfum ráðstöfunum til
verndar öryggi og sjálfstæði landsins,“ sagði blaðið.
Upp frá þessu voru allir þeir, sem héldu fram rétti Islands í anda fullveldis-
yfirlýsingarinnar frá 1918 stimplaðir kommúnistar og vargar í véum.
Þó hófst alda gegn hersetunni og hefur sú andstaða ekki fallið niður síðan.
Margskonar fjöldasamtök, fjölmargir einstaklingar og tveir pólitískir flokkar
hafa barizt gegn þátttöku Islands í hernaðarsamtökum. Loks var svo komið,
að meiri hluti Aljiingis fann þunga þjóðarinnar í þessum efnum og samþykkti
hinn 28. marz 1956 að segja upp herstöðvasamningnum við Bandaríkin. Að
jiessari samjiykkt stóðu Framsóknarflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn.
298