Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 66
GEORGES MOUNIN
Boris Pasternak
Grein Georges Mounins birtist snemma á þessu ári í Tímaritinu Voies nouvelles.
Hún er að sjálfsögðu einkum miðuð við franskar aðstæður. Eigi að síffur varpar
liún ljósi á „Pasternak-málið“ yfirleitt, þrátt fyrir það að hún er skrifuð all-
löngu áður en það mál komst á hástig (það má jafnvel segja að G. M. hafi séð
nákvæmlega fyrir hver yrði gangur málsins), — auk þess sem hún veitir gott
yfirlit um skáldið Boris Pasternak og er það yfirlit auðvitað ekki lítilvægasti
kostur greinarinnar. Því hefur Tímaritinu þótt vel til fallið að hún kæmi fyrir
augu íslenzkra lesenda, og hefur Sigfús Daðason verið svo vinsamlegur að snúa
henni á íslenzku.
RITSTJ.
að var byrjað að tala um Paster-
nak fyrir tveim árum: hann er
sextíu og átta ára og hefur gefið út
bækur í fjörutíu og fimm ár. Þeir sem
Iesa hann á rússnesku hafa oft og
Iengi kallað hann mesta skáld sovézkt
sem nú er á lífi.
Frægð Pasternaks um þessar mund-
ir er ágætt dæmi fyrir þann sem vill
rannsaka þau form sem ómenning
tuttugustu aldar hefur tekið á sig. Það
er nefnilega svo, að menn láta sér
nægja, oft í beztu meiningu, að brúka
til flokksþarfa það sem þeim sýnist
vera örlög Pasternaks. Gáfumenn,
sem hamast gegn þröngsýni, kreddu-
festu og smámunalegri túlkun sér-
hvers málefnis frá sjónarmiði dægur-
þvargsins, — þessir menn vita ekki
einu sinni að þeir geta af sér (í and-
stöðu sinni gegn þeim sem þeir kalla
stalínista) nokkurs konar öfugan stal-
ínisma; barátta þeirra þröngsýni og
kreddufesta er jafn þröngsýn og
kredduföst og kenningarnar sem þeir
fordæma, og þeir sýna þó sjálfir að-
eins ranghverfuna á. Þeir hafa ekki
áhuga á að kynna sér stórskáldið,
heldur á möguleikanum að skýra frá
því á prenti að bækur hans finnist
ekki í Sovétríkjunum, að hann sé full-
trúi skoðana sem eru andvígar bylt-
ingunni. Þeim finnst gaman að geta
þess að hann sé svartur sauður í aug-
um sovézkra gagnrýnenda, og sífellt
ásakaður um að vera „útflytjandi
240